Innlent

Rúmlega fjögur þúsund plöntur á þremur mánuðum

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Lögreglan stöðvaði aðra stóra kannabisverksmiðju á Kjalarnesinu í gær. Alls hafa rúmlega 4000 plöntur verið haldlagðar það sem af er ári. Við erum enn að fá ábendingar um framleiðslustaði og erum ekki hættir segir yfirmaður fíkniefnadeildar.

Verksmiðjan er í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi og telur Lögreglan að hún hafi ekki verið starfrækt í langan tíma. Lagt var hald á 1000 plöntur, þar af voru 700 græðlingar. Húsnæðið sem um ræðir er í næstu götu við verksmiðjuna sem var stöðvuð í fyrrakvöld en málin eru þó ekki talin tengjast.

Lögreglan hefur lagt hald á yfir 4000 plöntur það sem af er þessu ári. Er það meira magn en hefur verið samtals verið haldlagt á síðustu fjórum árum.

Karl Steinar Valsson yfirmaður fíkniefnadeildar segist ekki vita hversu miklir fjármunir liggja í þeim plöntum sem hafa verið gerðar upptækar. Hins vegar sé ljóst að um háar fjárhæðir sé að ræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×