Innlent

Rúmlega 64 prósent vilja ESB-viðræður

Rúmlega 64 prósent landsmanna vilja taka upp aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið, samkvæmt könnun sem Samtök iðnaðarins létu gera nýverið. Þetta er mesti stuðningur við aðildarviðræður sem mælst hefur til þessa. Hins vegar eru rösk 45 prósent andvíg beinni aðild en tæp 40 prósent eru henni hlynnt. Það vilja sem sagt mun fleiri skoða aðildarmöguleika en ganga beint í sambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×