Erlent

Allt 6500 fallið að undanförnu í Srí Lanka

Tugþúsundir hafa forðað sér af vígvellinum að undanförnu. MYND/AP
Tugþúsundir hafa forðað sér af vígvellinum að undanförnu. MYND/AP MYND/AP
Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að nærri 6.500 almennir borgarar hafi fallið í átökum stjórnarhersins og tamíl tígra undanfarna þrjá mánuði í austurhluta landsins. Tugþúsundir hafa flúið átakasvæðið og fullyrðir stjórnarherinn að 108 þúsund manns hafi flúið undanfarna daga.

Indverska stjórnin krefst þess að strax verði samið um vopnahlé. Shivshankar Menon, utanríkisráðherra Indlands, flaug til Colombo, höfuðborgar Srí Lanka, í dag til að funda með forseta landsins, Mahinda Rajapaksa.

Borgarastyrjöld hefur geisað á Sri Lanka síðan 1983 og tugþúsundir manna fallið í valinn. Tamílar hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki sínu í norður og austurhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×