Enski boltinn

Wenger: Opnasta toppbaráttan í öll mín þrettán ár í Englandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/AFP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er á því að baráttan um enska meistaratitilinn hafi ekki verið svona opin í þau þrettán ár sem hann hefur stjórnað enska liðinu. Arsenal er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Chelsea en á leik inni.

„Við höfum átta lið í deildinni sem geta unnið alla á góðum degi og með því boðið upp á óvænta hluti í hverri viku. Það hefur aldrei verið svona þann tíma sem ég hef verið í Englandi," sagði Wenger.

Topplið Chelsea hefur þegar tapað á móti Wigan, Manchester City og Aston Villa á sama tíma og ensku meistararnir í Manchester United hafa þegar tapað jafnmörgum leikjum og á öllu síðasta tímabili.

„Það leit út fyrir að Chelsea væri að stinga af fyrir tveimur vikum en nú er allt breytt. Það er hluti af ástæðunni af hverju ég segi að þetta sé opnasta toppbaráttan í öll mín í þrettán ár í Englandi," sagði Wenger.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×