Enski boltinn

Arshavin hefur trú á Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrey Arshavin fagnar marki sínu um helgina.
Andrey Arshavin fagnar marki sínu um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Andrey Arshavin segir að Liverpool geti vel náð sér á strik og endað tímabilið í einu af þremur efstu sætum deildarinnar.

Frægt er þegar Arshavin skoraði öll mörk Arsenal í 4-4 jafntefli við Liverpool á Anfield í fyrra en hann tryggði einnig sínum mönnum 2-1 sigur á Liverpool á sama velli um helgina.

„Liverpool er með sterkt lið," er haft eftir honum í enskum fjölmiðlum í dag. „Torres er byrjaður að æfa af fullum krafti og ég tel að ef þeim tekst að vinna 2-3 sterka andstæðinga munu þeir vera taldir líklegir til afreka á ný."

„Það verður sennilega mjög erfitt fyrir þá að ná fyrsta sætinu en þeir geta svo sannarlega barist um eitt af efstu þremur sætum deildarinnar."

„Þeir eiga eftir marga leiki á heiamvelli þar sem þeir eru hvattir áfram af stuðningsmönnunum. Ég tel það því afar jákvætt að hafa náð þremur stigum á þessum sterka heimavelli."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×