Enski boltinn

Berbatov: Erfitt að standa undir væntingum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dimitar Berbatov í leik með Manchester United.
Dimitar Berbatov í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Dimitar Berbatov segir að það hafi verið erfitt að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans eftir að hann var keyptur til Manchester United á 30 milljónir punda frá Tottenham í fyrra.

„Leikmenn takast misvel á við væntingar sem gerðar eru til þeirra," sagði Berbatov. „Mér finnst það stundum erfitt því það eru gerðar svo miklar væntingar til mín."

Berbatov er ekki vinsælasti leikmaður United hjá sumum stuðningsmanna félagsins og hefur aðeins skorað fjögur mörk fyrir til þessa á tímabilinu.

„Stuðningsmennirnir hafa bara séð brot af því sem ég get. En ég veit að ég þarf að sýna mitt besta í hverjum einasta leik og er það markmið mitt að gera það."

„Þannig á það líka að vera enda borgaði félagið háa fjárhæð fyrir mig. En ég er ánægður. Ég elska að vera hjá Manchester United."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×