Erlent

Tamíl Tígrar saka herinn um árásir á borgara

Harmi lostinn ættingi hermanns á Sri Lanka grætur ástvin sinn.
Harmi lostinn ættingi hermanns á Sri Lanka grætur ástvin sinn. MYND/AFP/Getty Images

Talsmenn Tamíl Tígranna á Sri Lanka ásaka stjórnarherinn um að hafa gert loftárásir á óbreytta borgara á meðan herinn sótti fram á norðurhluta eyjarinnar. Stjórnvöld neita ásökunum og segja á móti að Tígrarnir sjálfir hafi skotið á almenna borgara. Varnarmálaráðuneytið á Sri Lanka segir að um 30 þúsund manns hafi flúið átakasvæðin sem hingað til hafa lotið yfirráðum tígranna. Stjórnvöld undirbúa nú lokaatlöguna að uppreisnarmönnunum en þeim hefur verið boðið að gefast upp ella verði látið til skarar skríða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×