Ronaldo: Mér að kenna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2009 12:45 Cristiano Ronaldo. Nordic Photos / Getty Images Cristiano Ronaldo segir að öll dramatíkin varðandi sig og Real Madrid sé sér að kenna. Hann var þegar búinn að viðurkenna að hann hafi verið búinn að ákveða sig í fyrra að ganga til liðs við félagið. United hefur nú samþykkt kauptilboð Real Madrid og eru Ronaldo og fulltrúar hans nú að ganga frá samningum við Spánverjana. „Allt sem hefur farið illa í þessum félagaskiptum er mér að kenna en ekki Real Madrid eða Manchester United," sagði hann í samtali við News of the World. „Ég opnaði á mér munninn sem orsakaði vandamálið á milli félaganna tveggja. Bæði félög höguðu sér á réttan máta og ég hefði vissulega viljað taka öðruvísi á þessu máli." Hann sagðist ekki vita til þess að félögin hafi komist að samkomulagi um kaupverð í fyrra. „Ég lýsti yfir áhuga á að fara til Madrid og félögin tvö komust að samkomulagi. Þessi félagaskipti eru ekki frábrugðin öðrum að því leyti." Ronaldo lýsti einnig aðdáun sinni á Alex Ferguson, stjóra United. „Ég hef margoft sagt að þetta er samband eins og faðir og sonur eiga. Hann ber virðingu fyrir mér og ég fyrir honum. Þegar annar okkar talar þá hlustar hinn." „Hann kenndi mér allt um knattspyrnu og hef ég aldrei hitt mann sem er svo ástríðufullur um íþróttina eftir að hafa starfað við hana í svo mörg ár." „Hann kenndi mér að sætta mig ekki við annað sæti. Hann gerði mig að sigurvegara. Hann kenndi mér líka margt sem gerði mig að betri manneskju. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu miklum tíma hann ver í leikmenn utan vallarins. Honum þykir mjög vænt um okkur alla." Ronaldo sagði einnig að hann hafi ekki viljað fá treyju númer sjö hjá United þegar hann kom fyrst til félagsins. Ferguson hafi hins vegar heimtað það. „Hann útskýrði fyrir mér sögu númersins hjá félaginu. Hann spurði mig hvort ég skildi hvað hann væri að fara með því ... hann taldi að ég væri þess verðugur að klæðast þessari treyju." „Þegar ég hugsa til þeirra goðsagna sem hafa klæðst þessari treyju skil ég hversu mikla trú hann hafði á mér. Og ég vona að mín verði minnst í sögu félagsins sem einn þeirra bestu sem klæddust þessari frægu treyju." Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo segir að öll dramatíkin varðandi sig og Real Madrid sé sér að kenna. Hann var þegar búinn að viðurkenna að hann hafi verið búinn að ákveða sig í fyrra að ganga til liðs við félagið. United hefur nú samþykkt kauptilboð Real Madrid og eru Ronaldo og fulltrúar hans nú að ganga frá samningum við Spánverjana. „Allt sem hefur farið illa í þessum félagaskiptum er mér að kenna en ekki Real Madrid eða Manchester United," sagði hann í samtali við News of the World. „Ég opnaði á mér munninn sem orsakaði vandamálið á milli félaganna tveggja. Bæði félög höguðu sér á réttan máta og ég hefði vissulega viljað taka öðruvísi á þessu máli." Hann sagðist ekki vita til þess að félögin hafi komist að samkomulagi um kaupverð í fyrra. „Ég lýsti yfir áhuga á að fara til Madrid og félögin tvö komust að samkomulagi. Þessi félagaskipti eru ekki frábrugðin öðrum að því leyti." Ronaldo lýsti einnig aðdáun sinni á Alex Ferguson, stjóra United. „Ég hef margoft sagt að þetta er samband eins og faðir og sonur eiga. Hann ber virðingu fyrir mér og ég fyrir honum. Þegar annar okkar talar þá hlustar hinn." „Hann kenndi mér allt um knattspyrnu og hef ég aldrei hitt mann sem er svo ástríðufullur um íþróttina eftir að hafa starfað við hana í svo mörg ár." „Hann kenndi mér að sætta mig ekki við annað sæti. Hann gerði mig að sigurvegara. Hann kenndi mér líka margt sem gerði mig að betri manneskju. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu miklum tíma hann ver í leikmenn utan vallarins. Honum þykir mjög vænt um okkur alla." Ronaldo sagði einnig að hann hafi ekki viljað fá treyju númer sjö hjá United þegar hann kom fyrst til félagsins. Ferguson hafi hins vegar heimtað það. „Hann útskýrði fyrir mér sögu númersins hjá félaginu. Hann spurði mig hvort ég skildi hvað hann væri að fara með því ... hann taldi að ég væri þess verðugur að klæðast þessari treyju." „Þegar ég hugsa til þeirra goðsagna sem hafa klæðst þessari treyju skil ég hversu mikla trú hann hafði á mér. Og ég vona að mín verði minnst í sögu félagsins sem einn þeirra bestu sem klæddust þessari frægu treyju."
Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira