Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir bifreiðinni ZFZ-36 sem er Volkswagen Golf ljósgrár. Bílnum ekur 86 ára gamall maður sem ætlaði upp á Kjalarnes úr miðbænum klukkan hálftíu í morgun, en ekkert hefur spurst um hann síðan þá.
Ef menn verða varir við bifreiðina þá vinsamlegast hafið samband við lögregluna í síma 843-1106
Lögregla lýsir eftir bíl og ökumanni
