Innlent

Tilkynnt um þrjú innbrot

Þrjú innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgar­svæðinu í gærmorgun. Brotist var inn í Sjónvarpsmiðstöðina í Síðumúla um klukkan tvö um nótt, en ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið þaðan. Maður var handtekinn í kjölfarið grunaður um innbrotið.

Þá var brotist inn í verslun Europris í Hafnarfirði og komust þjófarnir undan með myndavélar úr versluninni. Þjófarnir eru ófundnir. Einnig voru brotnar rúður í vinnuskúrum við Smáralind, en svo virðist sem engu hafi verið stolið þaðan.

- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×