Innlent

Stjórnarformaður OR: Sigrún er að misskilja

Guðlaugur Sverrisson.
Guðlaugur Sverrisson.

Guðlaugur Sverrisson formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur telur að ákveðins misskilnings gæti hjá Sigrúnu Elsu Smáradóttur fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.

Sigrún Elsa sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að þegar áfallinn milljarðs kostnaður sem féll á Orkuveituna kæmi töfum við línulagnir á suðurnesjum kæmi línulögnum á Reykjanesi ekkert við.

Guðlaugur sagði hins vegar í fréttum Stöðvar 2 í gær að búast mætti við auknum kostnaði. Orkuveita Reykjavíkur sæi fram á hundruð milljóna króna kostnaðarauka vegna tafa á Helguvíkurverkefninu og ræki hluta tjónsins til aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hann segist ekki hafa átt við þann kostnað sem þegar er fallinn á Orkuveituna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×