Innlent

Árni síðastur til að skrá sig

Árni Johnsen Þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir við blaðið í júní að hann hefði enga hagsmuni að skrá og því hefði hann ekki skráð sig á vef Alþingis. Nú hefur hann skráð að hann hafi enga hagsmuni að skrá. Fréttablaðið/anton
Árni Johnsen Þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir við blaðið í júní að hann hefði enga hagsmuni að skrá og því hefði hann ekki skráð sig á vef Alþingis. Nú hefur hann skráð að hann hafi enga hagsmuni að skrá. Fréttablaðið/anton

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tilkynnti Alþingi á þriðjudag að hann hefði enga fjárhagslega hagsmuni sem þyrfti að skrá á vef þingsins.

Árni er þar með síðasti þingmaðurinn til að lýsa slíku yfir, en um miðjan júní höfðu allir þingmenn orðið við beiðni forsætisnefndar þingsins um að skrá hagsmuni sína eða lýsa því yfir að engir hagsmunir væru til staðar.

Einhverjar breytingar hafa orðið á högum annarra þingmanna. Ásmundur Helgason, sem hefur umsjón með þessari skráningu þingmanna fyrir hönd Alþingis, segir að nýverið hafi verið send út áminning um að breytingar sem kölluðu á breytta skráningu ætti að tilkynna innan mánaðar. Í kjölfarið hefðu nokkrir þingmenn gert breytingar á yfirlýstri stöðu sinni.

Reglurnar, sem hvetja alla þingmenn til að gera grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum, tóku gildi í maí. Fyrir lok nóvember á að vera búið að endurskoða þær, meðal annars með tilliti til þess hvort binda eigi þær í lög. Yfirlýsingin er aðgengileg á síðu hvers þingmanns.- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×