Innlent

Eftirför lögreglu: Rústaði bíl foreldra sinna

Lögregla veitti ökumanni eftirför í Vesturbæ Reykjavíkur í um klukkan hálfþrjú í nótt. Maðurinn hafði neitað að verða við beiðni lögreglu um að stöðva bílinn og ók hann þess í stað á fullri ferð í burtu. Lögreglumenn hófu þá eftirför sem lauk stuttu seinna með því að bíllinn fór útaf og hafnaði á tveimur ljósastaurum.

Bíllinn er ónýtur að sögn lögreglu en ökumaðurinn sem er sautján ára gamall og var líklega bíl foreldra sinna, slapp ómeiddur. Hann er próflaus og mun ekki hafa verið undir áhrifum.

Þá var gerð tilraun til innbrots í geymslu í Grafarvogi í nótt. Komið var að þjófunum við verk sitt og forðuðu þeir sér án þess að hafa nokkuð upp úr krafsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×