Enski boltinn

Birmingham vann Reading og er komið upp - Jóhannes Karl skoraði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley eiga enn möguleika á að fara upp.
Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley eiga enn möguleika á að fara upp. Mynd/AFP

Birmingham tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik eftir 2-1 sigur á Reading í lokaumferð ensku B-deildarinnar í dag. Reading hefði farið upp með sigri í leiknum.

Birmingham fylgir Wolves beint upp í úrvalsdeildina en Úlfarnir voru búnir að tryggja sér sigur í deildinni fyrir nokkru.

Brynjar Björn Gunnarsson sat á bekknum hjá Reading allan leikinn og Ívar Ingimarsson er ekki kominn af stað á nýju eftir meiðsli.

Sheffield United, Reading, Burnley og Preson komust í úrslitakeppnina þar sem þau spila um eina lausa sætið.

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 4-0 stórsigri á Bristol City. Jóhannes Karl kom inn á sem varamaður og skoraði fjórða og síðasta markið.

Norwich féll aftur á móti niður í C-deildina eftir 4-2 tap fyrir Charlton á Valley en Charlton-liðið var þegar fallið úr deildinni fyrir lokaumferðina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×