Erlent

Banna ekki reykingar í einkabílum

Óli Tynes skrifar
Hóst, hóst.
Hóst, hóst.

Bresk yfirvöld hafa hætt við að setja lög sem banna reykingar í einkabílum ef börn eru farþegar.

Slík löggjöf hefur verið í undirbúningi en talsmaður heilbrigðisráðuneytisins segir að fallið hafi verið frá henni. Ekki var gefin nein skýring á hvers vegna það var gert.

Samkvæmt tölfræði ríkisstjórnarinnar eru sautján þúsund börn færð á sjúkrahús á hverju ári vegna óbeinna reykinga.

Tóbaksvarnasamtök segja að þessum börnum myndi fækka verulega ef fólk hætti að reykja í bílum sínum þegar börnin eru með.

Í Ástralíu hafa verið sett lög sem banna reykingar í einkabílum þar sem börn eru, og liggja háar sektir við brotum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×