Enski boltinn

WBA fallið úr ensku úrvalsdeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag. Nordic Photos/Getty Images

WBA féll niður í ensku 1. deildina í dag þegar liðið tapaði gegn Liverpool, 0-2, á heimavelli sínum, The Hawthorns.

Steven Gerrard skoraði fyrra mark Liverpool í fyrri hálfleik eftir ótrúlegan klaufaskap í vörn WBA og Dirk Kuyt bætti við smekklegu marki í síðari hálfleik.

Leikmenn WBA fengu sín færi í leiknum en var fyrirmunað að skora rétt eins og svo oft áður í vetur.

Það virðist ekki hafa farið vel í leikmenn Liverpool að horfa á Man. Utd lyfta bikarnum í gær því þeir Jamie Carragher og Arbeloa lentu í handalögmálum í leiknum. Oft verið í betra skapi strákarnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×