Innlent

Rúmlega 5200 ráðnir í sumarstörf hjá borginni

Frá starfi Vinnuskóla Reykjavíkur í fyrra.
Frá starfi Vinnuskóla Reykjavíkur í fyrra. Mynd/Stefán Karlsson
„Það er sérstakt ánægjuefni að í sumar verða í boði hjá Reykjavíkurborg fleiri störf en nokkru sinni fyrr eða rúmlega 5.200 störf," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í tilkynningu, en nú liggur fyrir fjöldi sumarstarfa hjá borginni.

Gert er ráð fyrir að 4000 ungmenni verði ráðin til Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar, eða 90% af þeim aldurshópi sem sótt getur um slík störf. Til samanburðar voru í fyrra ráðnir um 2700 unglingar.

Skráning í Vinnuskóla Reykjavíkur stendur enn yfir og umsóknarfrestur er til 24. maí. Að auki munu fagsvið borgarinnar ráða í sumarafleysingar með svipuðum hætti og undanfarin ár eða um 1240 einstaklinga.

Hanna Birna segir þetta vera í samræmi við þá áherslu borgaryfirvalda að tryggja eins mörg slík störf og kostur er við núverandi aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×