Enski boltinn

Var Tevez búinn að gera leynisamning við City í janúar?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Sir Alex Ferguson.
Carlos Tevez er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Sir Alex Ferguson. Mynd/AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir Argentínumanninn Carlos Tevez hafa verið búinn að ákveða það fyrir löngu að yfirgefa herbúðir meistaranna í Manchester United. Hinn 25 ára Tevez skrifar undir hjá nágrönnunum í Manchester City þegar hann snýr aftur úr sumarleyfi á morgun.

„Ég var búinn að búast við því lengi að Tevez væri á förum. Ég held að hann hafi verið búinn að gera samning við City í janúar. Ég gerði honum tilboð eftir Evrópuleik á móti Inter en hann svaraði því aldrei," sagði Sir Alex Ferguson.

„Ég hringdi í hann í sumarleyfinu en hann svaraði ekki. Ég sendi líka tvö SMS-skeyti á hann en hann svaraði þeim ekki heldur. Það var augljóst fyrir mér að hann var búinn að ákveða sig fyrir löngu," sagði Ferguson.

Það verður erfitt fyrir stuðningsmenn Manchester United að horfa á einn af uppáhaldsleikmönnum sínum fara yfir til nágranna sinna í City.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×