Enski boltinn

Michael Owen fær sjöuna hans Cristiano Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson og Michael Owen á æfingu með Manchester United.
Sir Alex Ferguson og Michael Owen á æfingu með Manchester United. Mynd/AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur ákveðið að Michael Owen fái að klæðast hinni eftirsóttu United-treyju númer sjö þegar hann hefur leik með liðinu í haust. Owen mun því taka við sjöunni af Cristiano Ronaldo sem félagið seldi til Real Madrid í sumar.

Margir af frægustu og vinsælustu leikmönnum Manchester United hafa spilað í sjöunni og þar má nefna menn eins og Bryan Robson, Eric Cantona, David Beckham og síðan að sjálfsgöðu Cristiano Ronaldo.

Michael Owen spilaði ávallt í treyju númer 10 þegar hann var í herbúðum Liverpool, hann var númer 11 hjá Real Madrid og var síðan aftur kominn í tíuna hjá Newcastle.

Það er einnig búist við að Michael Owen taki stöðu Cristiano Ronaldo á hægri vængnum og spili því með þeim Wayne Rooney og Dimitar Berbatov í sóknarlínu Manchester United.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×