Enski boltinn

Mörg ensk lið hafa sýnt hávöxnum Serba áhuga

Serbinn Neven Subotic leikur með þýska liðinu Borussia Dortmund.
Serbinn Neven Subotic leikur með þýska liðinu Borussia Dortmund. Mynd/AFP

Ensku liðin Arsenal, Chelsea og Manchester City eru öll að kanna möguleika á að kaupa Serbann Neven Subotic frá þýska liðinu Borussia Dortmund. Subotic er aðeins tvítugur og 193 sm á hæð og þykir mjög efnilegur miðvörður.

Þörfin eftir nýjum miðverði er mikil hjá öllum liðum. Framtíð John Terry er óráðin hjá Chelsea, Arsenal-liðið vantar sterkan skallamann í miðja vörnina sína og Manchester City er að reyna að styrkja liðið sitt eins mikið og möguleg er.

Neven Subotic stóð sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili með Borussia Dortmund en hann hefur verið búsettur í Þýsklandi frá því að hann var sex ára gamall. Subotic spilaði með yngri landsliðum Bandaríkjanna og átti einnig möguleika að spila fyrir Bosníu og Hersegóvínu.

Hann valdi hinsvegar að spila fyrir Serbíu og lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Rúmeníu í lok mars. Subotic skoraði síðan sitt fyrsta landsliðsmark í 2-0 sigri á Færeyjum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×