Enski boltinn

Manchester United er Englandsmeistari

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Leikmenn United fagna í dag.
Leikmenn United fagna í dag. Nordicphotos/GettyImages
Manchester United tryggði sér rétt í þessu Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu þriðja árið í röð. Þrátt fyrir að gera markalaust jafntefli við Arsenal á heimavelli dugði það United sem er nú sjö stigum á undan Liverpool, sem á tvo leiki eftir.

Stemningin á Old Trafford í dag var hreint mögnuð og eru hátíðarhöldin rétt að byrja. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og United hefur oft leikið betur.

Arsenal var nær því að skora í leiknum en það skipti engu máli, United tryggði sér eitt stig sem dugði félaginu til sigurs í deildinni.

Þetta er titill númer 18 hjá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×