Newcastle og Boro féllu með West Brom Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2009 14:45 Alan Shearer tókst ekki að bjarga Newcastle. Nordic Photos / Getty Images Það urðu hlutskipti Newcastle og Middlesbrough að falla úr ensku úrvalsdeildinni ásamt West Bromwich Albion en það var ljóst eftir að lokaumferð deildarinnar fór fram í dag.Fjögur lið gátu fallið með West Brom og töpuðu þau öllum sínum leikjum í dag. Atburðarrásinni var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Newcastle þurfti bara eitt mark til að bjarga sér og voru hólpnir í tólf mínútur í dag eftir að Darron Gibson kom United yfir gegn Hull. Það reyndist sigurmark Englandsmeistaranna í leiknum. En tólf mínútum eftir mark Gibson varð Damien Duff fyrir því mikla óláni að skora sjálfsmark er hann stýrði skoti Gareth Barry í eigið mark. Það reyndist eina mark leiksins og féll því Newcastle með 34 stig - Hull bjargaði sér með 35 stig. Sunderland var líka í fallhættu en mátti tapa fyrir Chelsea, 3-2, þar sem að Hull og Newcastle töpuðu sínum leikjum. Middlesbrough hefði getað bjargað sér frá falli með fimm marka sigri á West Ham en liðið tapaði, 2-1. Everton vann Fulham, 2-0, en bæði lið tryggðu sér samt þátttörétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Tottenham hefði getað komið sér upp í sjöunda sætið á kostnað Fulham en liðið tapaði, 3-1, fyrir Liverpool. Everton varð í fimmta sæti og Aston Villa í því sjötta og keppir líka í Evrópudeildinni. Árangur Tottenham er engu að síður góður en liðið varð að lokum í áttunda sæti. Liðið byrjaði afar illa undir stjórn Juande Ramos í haust en með tilkomu Harry Redknapp hefur liðinu gengið mun betur. Íslendingaliðið West Ham varð í níunda sæti og Manchester City í því tíunda. Wigan, Stoke og Bolton komu næst og svo Portsmouth, lið Hermanns Hreiðarssonar, í því fjórtánda. Hermann lék ef til vill sinn síðasta leik með Portsmouth í dag er liðið tapaði fyrir Wigan, 1-0. Hann lék allan leikinn fyrir Portsmouth. Blackburn varð svo í fimmtánda sæti en liðið gerði markalaust jafntefli við West Brom í dag. Arsenal varð í fjórða sætinu eins og var löngu ljóst en liðið vann 4-1 sigur á Stoke í dag. Þá vann Manchester City 1-0 sigur á Bolton þar sem Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton.Bein lýsing:Lokastaðan: 16. Sunderland 36 stig (-20 í markatölu) 17. Hull 35 (-25) ---- 18. Newcastle 34 (-19) 19. Middlesbrough 32 (-29) 20. West Brom 32 (-31)Leikirnir:Sunderland - Chelsea 2-3 LEIK LOKIÐ 0-1 Nicolas Anelka (47.), 1-1 Kieran Richardson (53.), 1-2 Salomon Kalou (74.), 1-3 Ashley Cole (86.), 2-3 Kenwyne Jones (90.)Hull - Manchester United 0-1 LEIK LOKIÐ 0-1 Darron Gibson (24.).West Ham - Middlesbrough 2-1 LEIK LOKIÐ 1-0 Carlton Cole (33.), 1-1 Gary O'Neil (50.) 2-1 Junior Stanislas (58.)Aston Villa - Newcastle 1-0 LEIK LOKIÐ 1-0 Damien Duff, sjálfsmark (38.)17.00 Everton, Aston Villa og Fulham í Evrópukeppnina Þrjú ofantöldu liðin tryggðu sér í dag sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Tottenham hefði getað komið sér upp í sjöunda sætið með sigri á Liverpool í dag en það tókst ekki. Engu að síður glæsilegur árangur hjá Harry Redknapp sem tók við liðinu eftir ævintýralega slaka byrjun liðsins undir stjórn Juande Ramos.16.55 Búið Aston Villa vann Newcastle og Manchester United vann Hull. Newcastle féll með Middlesbrough á sjálfsmarki Damien Duff. Grátlegt fyrir þá svarthvítu.16.54 Rautt Edgar, leikmaður Newcastle, fékk sitt annað gula spjald fyrir að brjóta á Ashley Young. Þetta er vonlaust. Það er svo lítið eftir.16.50 Uppbótartími Uppbótartími á Villa Park og KC Stadium. Newcastle hefur lítið sem ekkert gert í síðari hálfleik.16.48 Everton - Fulham 2-0 Bæði lið á leið í Evrópudeildina. Everton að tryggja sér fimmta sætið en Leon Osman var að skora aftur. Fulham er í sjöunda sæti þar sem að Tottenham er að tapa sínum leik. Aston Villa í sjötta sætinu og er líka á leið í Evrópudeildina svokölluðu. 16.47 Sunderland - Chelsea 1-3 Það er eins gott að hin liðin í fallbaráttunni séu að tapa sínum leikjum því ekki er Sunderland að gera neitt í sínum málum sjálft. Ashley Cole með þriðja mark Chelsea.16.43 Hyypia inn Jæja, Hyypia kemur inn fyrir Steven Gerrard og tekur við fyrirliðabandinu. Stuðningsmenn Liverpool taka vel á móti honum.16.42 Liverpool - Tottenham 3-1 Búið fyrir Tottenham. Yossi Benayoun skorar þriðja mark Liverpool. Enn bólar ekkert á Hyypia.16.40 Þvílíkt klúður hjá Villa John Carew er nánast einn fyrir auðu marki eftir fasta sendingu Agbonlahor. Hann náði ekki að stýra knettinum í markið.16.38 Liverpool - Tottenham 2-1 Robbie Keane hefur skorað á sínum gamla heimavelli. Vonarglæta hjá Tottenham. Sami Hyypia er ekki enn kominn inn á hjá Liverpool.16.37 Ekkert að gerast Það er ekkert sem bendir til þess að Newcastle sé að fara að skora á Villa Park. Owen hefur nánast ekki komið við boltann. Þrettán mínútur eftir.16.33 Sunderland - Chelsea 1-2 Salomon Kalou kemur Chelsea aftur yfir. Aftur er markið með skoti utan vítateigs. Þar með eru öll liðin í fallbaráttunni að tapa á nýjan leik.16.30 Mistök hjá Butt 20 mínútur eftir og Nicky Butt, leikmaður Newcastle, gerir slæm mistök. Hann tapar boltanum til Gareth Barry sem á skot rétt framhjá marki Newcastle. Butt slapp með skrekkinn.16.27 Owen kemur inn Michael Owen er kominn inn á sem varamaður fyrir Kevin Nolan fyrir Newcastle. Hann hefur ekki skorað í tíu deildarleikjum í röð sem er hans versti árangur frá upphafi í deildinni. Fabio Capello landsliðsþjálfari er á Villa Park.16.24 Liverpool - Tottenham 2-0 Útlitið svart fyrir Tottenham. Dirk Kuyt kom Liverpool 2-0 yfir. Tottenham þarf að vinna til að koma sér í Evrópusæti.16.18 West Ham - Middlesbrough 2-1 Junior Stanislas er búinn að koma West Ham í 2-0. Það þýðir að Middlesbrough þarf að skora fimm sinnum til viðbótar til að halda sér uppi miðað við núverandi stöðu í leikjunum. Gary O'Neil var nýbúinn að jafna metin fyrir Boro.16.12 Sunderland - Chelsea 1-1 Kieran Richardson hefur jafnað metin fyrir Sunderland og stuðningsmenn þeirra rauð/hvítu geta andað léttar.16.06 Sunderland - Chelsea 0-1 Chelsea komið yfir gegn Sunderland með glæsilegu marki Nicolas Anelka. Hann dúndraði að marki rétt utan vítateigs og boltinn hafnaði í netinu. Sunderland er þó öruggt uppi miðað við stöðuna í öðrum leikjum. Öll liðin í fallbaráttunni eru að tapa. Þetta var 19. mark Drogba á tímabilinu og er hann því markahæsti leikmaður deildarinnar.15.55 Everton - Fulham 1-0 Leon Osman kom Everton yfir í lok fyrri hálfleiks. Fulham er þó enn í sjöunda sæti sem veitir þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en Tottenham þarf að vinna Liverpool til að komast upp í sjöunda sæti. Liverpool hefur 1-0 forystu gegn Tottenham.15.49 Hálfleikur Kominn hálfleikur í leikjunum fjórum. Þetta verður taugastrekkjandi í síðari hálfleik.15.42 Newcastle í vandræðum Gabriel Agbonlahor komst nálægt því að tvöfalda forskot Newcastle. Það skiptir engu máli hvernir aðrir leikir fara - Newcastle verður að ná í að minnsta kosti stig til að eiga möguleika að bjarga sér frá falli.15.39 West Ham - Middlesbrough 1-0 Carlton Cole búinn að koma West Ham yfir. Nánast vonlaust fyrir Boro.15.38 Aston Villa - Newcastle 1-0 - NEWCASTLE NIÐRI / HULL UPPI Newcastle er á leiðinni niður. Gareth Barry á skot að marki en boltinn breytir um stefnu á Damien Duff sem stýrir knettinum í eigið mark. Afar klaufalegt og Newcastle er í bullandi vandræðum.15.36 Liverpool - Tottenham 1-0 Fernando Torres er búinn að koma Liverpool yfir með sínu 50. marki fyrir félagið. Liverpool var nánast öruggt með annað sæti deildarinnar.15.30 Wigan - Portsmouth 1-0 Hugo Rodallega er búinn að koma Wigan yfir gegn Portsmouth. Þýðingarlaus leikur. Hermann Hreiðarsson í byrjunarliði Portsmouth, væntanlega hans síðasti leikur með félaginu.15.26 Hull - Manchester United 0-1- HULL NIÐRI/ NEWCASTLE UPPI Darron Gibson er búinn að koma United yfir með glæsilegu marki. Þetta þýðir að Hull er niðri en Newcastle uppi á markatölu. Gibson skaut að marki af 35 metra færi og knötturinn söng í netinu. Stuðningsmenn Newcastle fagna þessu marki vel og innilega.15.25 Erfitt hjá Middlesbrough Eins og sjá má hér að ofan þarf Middlesbrough að vinna um það bil þriggja marka sigur á West Ham í dag til að eiga möguleika á að bjarga sér. Junior Stanislav er búinn að skjóta í stöngina á marki Boro.15.23 Arsenal - Stoke 3-0 Arsenal er að gera grín að nýliðum Stoke. Fyrst skoraði James Beattie sjálfsmark eftir skot Cesc Fabregas, svo Robin van Persie úr víti og svo Abou Diaby með skalla eftir sendingu van Persie. Leikurinn hefur þó lítið að segja. Arsenal öruggt í fjórða sætinu.15.14 Manchester City - Bolton 1-0 Felipe Caicedo kemur City yfir með skalla eftir aukaspyrnu Robinho. Leikurinn hefur þó litla þýðingu.15.12 Óheppnin eltir Newcastle Newcastle hefur byrjað vel á Villa Park og fengið þrjú góð færi á fyrstu mínútunum. En án árangurs. Einkennandi fyrir Newcastle í vetur.15.01 Hyypia á bekknumÞað vekur athygli að í kveðjuleik Sami Hyypia hjá Liverpool (gegn Tottenham) að hann sé á bekknum. Hann fær þó vonandi að spila aðeins síðar í leiknum.15.00 Velkomin til leiks - NEWCASTLE OG BORO NIÐRIÞá eru leikirnir hafnir. Staðan í töflunni hér að ofan miðað við núverandi stöðu í leikjunum. Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Það urðu hlutskipti Newcastle og Middlesbrough að falla úr ensku úrvalsdeildinni ásamt West Bromwich Albion en það var ljóst eftir að lokaumferð deildarinnar fór fram í dag.Fjögur lið gátu fallið með West Brom og töpuðu þau öllum sínum leikjum í dag. Atburðarrásinni var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Newcastle þurfti bara eitt mark til að bjarga sér og voru hólpnir í tólf mínútur í dag eftir að Darron Gibson kom United yfir gegn Hull. Það reyndist sigurmark Englandsmeistaranna í leiknum. En tólf mínútum eftir mark Gibson varð Damien Duff fyrir því mikla óláni að skora sjálfsmark er hann stýrði skoti Gareth Barry í eigið mark. Það reyndist eina mark leiksins og féll því Newcastle með 34 stig - Hull bjargaði sér með 35 stig. Sunderland var líka í fallhættu en mátti tapa fyrir Chelsea, 3-2, þar sem að Hull og Newcastle töpuðu sínum leikjum. Middlesbrough hefði getað bjargað sér frá falli með fimm marka sigri á West Ham en liðið tapaði, 2-1. Everton vann Fulham, 2-0, en bæði lið tryggðu sér samt þátttörétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Tottenham hefði getað komið sér upp í sjöunda sætið á kostnað Fulham en liðið tapaði, 3-1, fyrir Liverpool. Everton varð í fimmta sæti og Aston Villa í því sjötta og keppir líka í Evrópudeildinni. Árangur Tottenham er engu að síður góður en liðið varð að lokum í áttunda sæti. Liðið byrjaði afar illa undir stjórn Juande Ramos í haust en með tilkomu Harry Redknapp hefur liðinu gengið mun betur. Íslendingaliðið West Ham varð í níunda sæti og Manchester City í því tíunda. Wigan, Stoke og Bolton komu næst og svo Portsmouth, lið Hermanns Hreiðarssonar, í því fjórtánda. Hermann lék ef til vill sinn síðasta leik með Portsmouth í dag er liðið tapaði fyrir Wigan, 1-0. Hann lék allan leikinn fyrir Portsmouth. Blackburn varð svo í fimmtánda sæti en liðið gerði markalaust jafntefli við West Brom í dag. Arsenal varð í fjórða sætinu eins og var löngu ljóst en liðið vann 4-1 sigur á Stoke í dag. Þá vann Manchester City 1-0 sigur á Bolton þar sem Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton.Bein lýsing:Lokastaðan: 16. Sunderland 36 stig (-20 í markatölu) 17. Hull 35 (-25) ---- 18. Newcastle 34 (-19) 19. Middlesbrough 32 (-29) 20. West Brom 32 (-31)Leikirnir:Sunderland - Chelsea 2-3 LEIK LOKIÐ 0-1 Nicolas Anelka (47.), 1-1 Kieran Richardson (53.), 1-2 Salomon Kalou (74.), 1-3 Ashley Cole (86.), 2-3 Kenwyne Jones (90.)Hull - Manchester United 0-1 LEIK LOKIÐ 0-1 Darron Gibson (24.).West Ham - Middlesbrough 2-1 LEIK LOKIÐ 1-0 Carlton Cole (33.), 1-1 Gary O'Neil (50.) 2-1 Junior Stanislas (58.)Aston Villa - Newcastle 1-0 LEIK LOKIÐ 1-0 Damien Duff, sjálfsmark (38.)17.00 Everton, Aston Villa og Fulham í Evrópukeppnina Þrjú ofantöldu liðin tryggðu sér í dag sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Tottenham hefði getað komið sér upp í sjöunda sætið með sigri á Liverpool í dag en það tókst ekki. Engu að síður glæsilegur árangur hjá Harry Redknapp sem tók við liðinu eftir ævintýralega slaka byrjun liðsins undir stjórn Juande Ramos.16.55 Búið Aston Villa vann Newcastle og Manchester United vann Hull. Newcastle féll með Middlesbrough á sjálfsmarki Damien Duff. Grátlegt fyrir þá svarthvítu.16.54 Rautt Edgar, leikmaður Newcastle, fékk sitt annað gula spjald fyrir að brjóta á Ashley Young. Þetta er vonlaust. Það er svo lítið eftir.16.50 Uppbótartími Uppbótartími á Villa Park og KC Stadium. Newcastle hefur lítið sem ekkert gert í síðari hálfleik.16.48 Everton - Fulham 2-0 Bæði lið á leið í Evrópudeildina. Everton að tryggja sér fimmta sætið en Leon Osman var að skora aftur. Fulham er í sjöunda sæti þar sem að Tottenham er að tapa sínum leik. Aston Villa í sjötta sætinu og er líka á leið í Evrópudeildina svokölluðu. 16.47 Sunderland - Chelsea 1-3 Það er eins gott að hin liðin í fallbaráttunni séu að tapa sínum leikjum því ekki er Sunderland að gera neitt í sínum málum sjálft. Ashley Cole með þriðja mark Chelsea.16.43 Hyypia inn Jæja, Hyypia kemur inn fyrir Steven Gerrard og tekur við fyrirliðabandinu. Stuðningsmenn Liverpool taka vel á móti honum.16.42 Liverpool - Tottenham 3-1 Búið fyrir Tottenham. Yossi Benayoun skorar þriðja mark Liverpool. Enn bólar ekkert á Hyypia.16.40 Þvílíkt klúður hjá Villa John Carew er nánast einn fyrir auðu marki eftir fasta sendingu Agbonlahor. Hann náði ekki að stýra knettinum í markið.16.38 Liverpool - Tottenham 2-1 Robbie Keane hefur skorað á sínum gamla heimavelli. Vonarglæta hjá Tottenham. Sami Hyypia er ekki enn kominn inn á hjá Liverpool.16.37 Ekkert að gerast Það er ekkert sem bendir til þess að Newcastle sé að fara að skora á Villa Park. Owen hefur nánast ekki komið við boltann. Þrettán mínútur eftir.16.33 Sunderland - Chelsea 1-2 Salomon Kalou kemur Chelsea aftur yfir. Aftur er markið með skoti utan vítateigs. Þar með eru öll liðin í fallbaráttunni að tapa á nýjan leik.16.30 Mistök hjá Butt 20 mínútur eftir og Nicky Butt, leikmaður Newcastle, gerir slæm mistök. Hann tapar boltanum til Gareth Barry sem á skot rétt framhjá marki Newcastle. Butt slapp með skrekkinn.16.27 Owen kemur inn Michael Owen er kominn inn á sem varamaður fyrir Kevin Nolan fyrir Newcastle. Hann hefur ekki skorað í tíu deildarleikjum í röð sem er hans versti árangur frá upphafi í deildinni. Fabio Capello landsliðsþjálfari er á Villa Park.16.24 Liverpool - Tottenham 2-0 Útlitið svart fyrir Tottenham. Dirk Kuyt kom Liverpool 2-0 yfir. Tottenham þarf að vinna til að koma sér í Evrópusæti.16.18 West Ham - Middlesbrough 2-1 Junior Stanislas er búinn að koma West Ham í 2-0. Það þýðir að Middlesbrough þarf að skora fimm sinnum til viðbótar til að halda sér uppi miðað við núverandi stöðu í leikjunum. Gary O'Neil var nýbúinn að jafna metin fyrir Boro.16.12 Sunderland - Chelsea 1-1 Kieran Richardson hefur jafnað metin fyrir Sunderland og stuðningsmenn þeirra rauð/hvítu geta andað léttar.16.06 Sunderland - Chelsea 0-1 Chelsea komið yfir gegn Sunderland með glæsilegu marki Nicolas Anelka. Hann dúndraði að marki rétt utan vítateigs og boltinn hafnaði í netinu. Sunderland er þó öruggt uppi miðað við stöðuna í öðrum leikjum. Öll liðin í fallbaráttunni eru að tapa. Þetta var 19. mark Drogba á tímabilinu og er hann því markahæsti leikmaður deildarinnar.15.55 Everton - Fulham 1-0 Leon Osman kom Everton yfir í lok fyrri hálfleiks. Fulham er þó enn í sjöunda sæti sem veitir þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en Tottenham þarf að vinna Liverpool til að komast upp í sjöunda sæti. Liverpool hefur 1-0 forystu gegn Tottenham.15.49 Hálfleikur Kominn hálfleikur í leikjunum fjórum. Þetta verður taugastrekkjandi í síðari hálfleik.15.42 Newcastle í vandræðum Gabriel Agbonlahor komst nálægt því að tvöfalda forskot Newcastle. Það skiptir engu máli hvernir aðrir leikir fara - Newcastle verður að ná í að minnsta kosti stig til að eiga möguleika að bjarga sér frá falli.15.39 West Ham - Middlesbrough 1-0 Carlton Cole búinn að koma West Ham yfir. Nánast vonlaust fyrir Boro.15.38 Aston Villa - Newcastle 1-0 - NEWCASTLE NIÐRI / HULL UPPI Newcastle er á leiðinni niður. Gareth Barry á skot að marki en boltinn breytir um stefnu á Damien Duff sem stýrir knettinum í eigið mark. Afar klaufalegt og Newcastle er í bullandi vandræðum.15.36 Liverpool - Tottenham 1-0 Fernando Torres er búinn að koma Liverpool yfir með sínu 50. marki fyrir félagið. Liverpool var nánast öruggt með annað sæti deildarinnar.15.30 Wigan - Portsmouth 1-0 Hugo Rodallega er búinn að koma Wigan yfir gegn Portsmouth. Þýðingarlaus leikur. Hermann Hreiðarsson í byrjunarliði Portsmouth, væntanlega hans síðasti leikur með félaginu.15.26 Hull - Manchester United 0-1- HULL NIÐRI/ NEWCASTLE UPPI Darron Gibson er búinn að koma United yfir með glæsilegu marki. Þetta þýðir að Hull er niðri en Newcastle uppi á markatölu. Gibson skaut að marki af 35 metra færi og knötturinn söng í netinu. Stuðningsmenn Newcastle fagna þessu marki vel og innilega.15.25 Erfitt hjá Middlesbrough Eins og sjá má hér að ofan þarf Middlesbrough að vinna um það bil þriggja marka sigur á West Ham í dag til að eiga möguleika á að bjarga sér. Junior Stanislav er búinn að skjóta í stöngina á marki Boro.15.23 Arsenal - Stoke 3-0 Arsenal er að gera grín að nýliðum Stoke. Fyrst skoraði James Beattie sjálfsmark eftir skot Cesc Fabregas, svo Robin van Persie úr víti og svo Abou Diaby með skalla eftir sendingu van Persie. Leikurinn hefur þó lítið að segja. Arsenal öruggt í fjórða sætinu.15.14 Manchester City - Bolton 1-0 Felipe Caicedo kemur City yfir með skalla eftir aukaspyrnu Robinho. Leikurinn hefur þó litla þýðingu.15.12 Óheppnin eltir Newcastle Newcastle hefur byrjað vel á Villa Park og fengið þrjú góð færi á fyrstu mínútunum. En án árangurs. Einkennandi fyrir Newcastle í vetur.15.01 Hyypia á bekknumÞað vekur athygli að í kveðjuleik Sami Hyypia hjá Liverpool (gegn Tottenham) að hann sé á bekknum. Hann fær þó vonandi að spila aðeins síðar í leiknum.15.00 Velkomin til leiks - NEWCASTLE OG BORO NIÐRIÞá eru leikirnir hafnir. Staðan í töflunni hér að ofan miðað við núverandi stöðu í leikjunum.
Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira