Innlent

Tíkin að jafna sig

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tíkin sem fannst urðuð í Kópavogi. Mynd tekin af facebook.
Tíkin sem fannst urðuð í Kópavogi. Mynd tekin af facebook.
Tíkin sem fannst urðuð við Vesturvör í Kópavogi í gær er á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum í Víðidal. Komið var með tíkina eftir að hún hafði verið urðuð lifandi, en hún hafði hlaupist á brott frá eigandanum í fyrrakvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum í Víðidal er tíkin nú komin til eiganda síns og er hún á góðum batavegi. Hún er nítján ára gömul og því orðin nokkuð hrum.




Tengdar fréttir

Hundur urðaður lifandi

Hundur sem týndist frá Kársnesbraut í fyrrakvöld fannst urðaður lifandi á Vesturvör í Kópavogi um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi hafði gangandi vegfarandi fundið hundinn og komið honum undan því fargi sem lá ofan á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×