Innlent

Hrærður eins og skyr yfir ákvörðun Símans

Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla á höfuðborgarsvæðinu, er líkt og Bjarni Ben, formaður Sjálfstæðisflokksins, hræður eins og skyr.
Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla á höfuðborgarsvæðinu, er líkt og Bjarni Ben, formaður Sjálfstæðisflokksins, hræður eins og skyr.
„Ég segi bara eins og formaður Sjálfstæðisflokksins, ég er hrærður eins og skyr. Þetta er virkilega flott og bendir til þess að hjartað hjá þeim slái í takt við alla aðra," segir Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla á höfuðborgarsvæðinu, um þá ákvörðun Símans að gefa samtökunum allan ágóða sinn af símasöfninni á laugardaginn.

Síminn tók 79 krónur fyrir hvert símtal í 900 númer og samkvæmt því sem Vísir kemst næst nemur upphæðin rúmri milljón. Á laugardagskvöldið söfnuðu Íslendingar 46,6 milljónum króna í landssöfnun til kaupa á nýju hjartaþræðingartæki til Landspítalans- Háskólasjukrahúss.

Sveinn segir að 700 manns falli árlega úr hjarta- og æðarsjúkdómum. Hann vonar að stuðningur landsmanna við Hjartheill og um leið hjartadeild LSH auðveldi vinnu starfsfólk og geri rannsóknir þeirra betri.




Tengdar fréttir

Söfnuðu 46,6 milljónum til kaupa á nýju hjartaþræðingartæki

Landsmenn hugsa svo sannarlega um fleira en landsfundi þessa dagana. Í gærkvöldi söfnuðu Íslendingar 46,6 milljónum króna í landssöfnun til kaupa á nýju hjartaþræðingartæki til Landspítalans- Háskólasjukrahúss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landssöfnun Hjartaheilla nú í morgun.

Síminn gefur Hjartaheill ágóða vegna söfnunar

Síminn hefur ákveðið að gefa Hjartaheill allan sinn ágóða af símasöfnun samtakanna á laugardag. Síminn tók 79 krónur fyrir hvert símtal í 900 númer og samkvæmt því sem Vísir kemst næst nemur upphæðin rúmri milljón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×