Þráinn: Erum búin að vera að byggja upp þetta lið í níu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2009 17:00 Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, fer yfir málin með sínu fólki í dag. Mynd/Óskar Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, hefur þurft að bíða lengi eftir bikarnum en hann hefur ásamt fleiri góðu fólki hjá félaginu unnið markvisst uppbyggingastarf síðustu ár sem er að skila sér með bikarmeistaratitlinum í dag. ÍR endaði í dag fimmtán ára sigurgöngu FH og endurheimti bikarinn eftir tveggja áratuga bið. „Við vorum búin að bíða í 20 ár með að vinna bikarinn aftur. Við erum búin að vera að byggja upp þetta lið í níu ár. Við byrjum með 11 til 14 ára hóp árið 2000 og við höfum gefið okkur góðan tíma til að byggja liðið upp frá grunni. Þetta uppbyggingarstarf er að skila sér núna," sagði Þráinn eftir að bikarinn var í höfn. „Við erum búin að vinna öll hugsanlega mót á síðustu tveimur árum og áttum bara þetta eftir til þess að loka hringnum," sagði Þráinn og hann hefur verið unnið lengi með flestum krökkunum í ÍR-liðinu. „Þau hafa flest komið upp úr barna- og unglingastarfinu og það er það skemmtilega við þetta. Við erum með langstærsta iðkendahóp landsins í frjálsum og það eru 200 til 300 krakkar að æfa hjá okkur. Við erum með 100 manna unglingalið og 60 manna meistaraflokk og þetta er bara að skila sér," segir Þráinn. „Ég er rosalega stoltur og þetta er virkilega góð tilfinning. Afreksfólkið okkar var að standa sig, Jóhanna, Einar Daði og Kristín Birna. Þetta eru kjarninn í liðinu ásamt Fríðu Rún. Breiddin er líka það mikil að við getum sett fólk sem kemst á pall í næstum því öllum greinum," segir Þráinn. „Okkur fannst ekki raunhæft að vinna fyrr en á þessu ári. Við erum búin að stefna stíft á þetta í sex mánuði og erum búin að undirbúa liðið fyrir þetta. Við toppuðum á réttum tíma, liðsheildin var rosalega flott og klappliðið frábært. Við fáum það út að við ætluðum að vinna og við gerðum það," sagði Þráinn kátur að lokum. Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira
Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, hefur þurft að bíða lengi eftir bikarnum en hann hefur ásamt fleiri góðu fólki hjá félaginu unnið markvisst uppbyggingastarf síðustu ár sem er að skila sér með bikarmeistaratitlinum í dag. ÍR endaði í dag fimmtán ára sigurgöngu FH og endurheimti bikarinn eftir tveggja áratuga bið. „Við vorum búin að bíða í 20 ár með að vinna bikarinn aftur. Við erum búin að vera að byggja upp þetta lið í níu ár. Við byrjum með 11 til 14 ára hóp árið 2000 og við höfum gefið okkur góðan tíma til að byggja liðið upp frá grunni. Þetta uppbyggingarstarf er að skila sér núna," sagði Þráinn eftir að bikarinn var í höfn. „Við erum búin að vinna öll hugsanlega mót á síðustu tveimur árum og áttum bara þetta eftir til þess að loka hringnum," sagði Þráinn og hann hefur verið unnið lengi með flestum krökkunum í ÍR-liðinu. „Þau hafa flest komið upp úr barna- og unglingastarfinu og það er það skemmtilega við þetta. Við erum með langstærsta iðkendahóp landsins í frjálsum og það eru 200 til 300 krakkar að æfa hjá okkur. Við erum með 100 manna unglingalið og 60 manna meistaraflokk og þetta er bara að skila sér," segir Þráinn. „Ég er rosalega stoltur og þetta er virkilega góð tilfinning. Afreksfólkið okkar var að standa sig, Jóhanna, Einar Daði og Kristín Birna. Þetta eru kjarninn í liðinu ásamt Fríðu Rún. Breiddin er líka það mikil að við getum sett fólk sem kemst á pall í næstum því öllum greinum," segir Þráinn. „Okkur fannst ekki raunhæft að vinna fyrr en á þessu ári. Við erum búin að stefna stíft á þetta í sex mánuði og erum búin að undirbúa liðið fyrir þetta. Við toppuðum á réttum tíma, liðsheildin var rosalega flott og klappliðið frábært. Við fáum það út að við ætluðum að vinna og við gerðum það," sagði Þráinn kátur að lokum.
Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira