Fótbolti

Maradona orðinn afi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kun Aguero fagnar marki í leik með Atletico Madrid.
Kun Aguero fagnar marki í leik með Atletico Madrid. Nordic Photos / AFP
Diego Maradona varð í dag afi er dóttir hans eignaðist son með sambýlismanni sínum, Sergio Aguero, leikmanni Atletico Madrid.

Giannina Maradona eignaðist son í dag sem er sagður hafa fengið nafni Leonel Benjamin Aguero.

Foreldarnir nýbökuðu hafa verið saman í ár og búa saman í Madrid. Maradona er einnig í Madrid en hann fór til Spánar eftir að Frakkar tóku á móti landsliði Argentínu í vináttulandsleik fyrr í mánuðunum.

Maradona hefur áður sagt í nokkrum viðtölum að hann hlakki til að takast á við afahlutverkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×