Innlent

Þjóðskrá færi sig milli húsa

Ragna Árnadóttir
Ragna Árnadóttir

Hagkvæmni þess að sameina starfsemi Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands er í skoðun að beiðni Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra.

Ráðherra hefur falið samráðshópi verkið, en hún hefur áður lagt til að tölvudeildir Þjóðskrár og Fasteignaskrár verði sameinaðar. Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að þegar hafi verið ákveðið að stíga það skref frá og með næstu áramótum. Framkvæmdasýslan skoðar nú hagkvæmni þess að starfsemi Þjóðskrár flytjist til Fasteignaskrár í Borgartúni í Reykjavík. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×