Innlent

Ríkisstjórnin hlýtur að þrýsta á um stýrivaxtalækkun

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd/Pjetur
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd/Pjetur
„Ég tel að ríkisstjórnin hljóti að beita sér gagnvart Seðlabankanum, þannig að það sé öruggt að vextir lækki,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Vaxtaákvörðunardagur er hjá Seðlabankanum á morgun. Stýrivextirnir eru 12 prósent. Samkvæmt stöðugleikasáttmálanum eiga vextir að vera komnir niður fyrir 10 prósent 1. nóvember.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar óttast að markmið stöðugleikasáttmálans næðust ekki. Þá þyrftu menn að staldra við.

Vilhjálmur Egilsson segir dökka mynd blasa við á næsta ári ef vextirnir lækka ekki. „Verði þeir ekki lækkaðir þá er það ákvörðun um að fremlengja kreppuna.“

Hann segir ekkert nýtt hafa gerst sem ekki hafi verið fyrirsjáanlegt í sumar, þegar stöðugleikasáttmálinn var gerður. Bankanum sé ekki stætt á öðru en að lækka vexti. Hann hafi verið óformlegur þátttakandi í stöðugleikasáttmálanum. „En ef hann stendur ekki við sitt, það bara gengur ekki.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×