Innlent

Segir ákvörðun menntamálaráðherra lögbrot

Menntamálaráðherra boðar afnám á rétti grunnskólanema til að stunda fjarnám á framhaldsskólastigi. Fulltrúi í Menntaráði Reykjavíkur segir þetta brjóta í bága við lög.

Í 26. grein grunnskólalaga segir að grunnskólanemar eigi rétt á að stunda nám í einstökum greinum á framhaldsskólastigi meðfram námi sínu í grunnskóla. Menntamálaráðherra ætlar nú að afnema þennan rétt.



„Mér finnst þetta afar slæmt og menntaráð bókaði í morgun að mikilvægt sé að grunnskólanemum verði áfram boðið upp á fjarnám á framhaldsskólastigi. Einnig að mikilvægt sé að fjármagn verði tryggt þessu í framtíðinni," segir Marta Guðjónsdóttir fulltrúi í Menntaráði Reykjavíkur.

Marta segir réttlætanlegt að þetta sé í boði vegna 26. greinar grunnskólalaga og segist því telja að þessi ákvörðun menntamálaráðherra brjóti í bága við lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×