Hollenska utanríkisþjónustan í lið með InDefence Breki Logason skrifar 23. september 2009 14:55 Ólafur Elíasson. Ólafur Elíasson einn af forsvarsmönnum InDefence hópsins segist hafa verið boðaður á fund ásamt tveimur öðrum á ræðisskrifstofu Hollands fyrir skömmu. Þar áttu þeir fund með embættismanni frá sendiráði Hollands í Noregi sem er með málefni Íslands á sinni könnu. Eftir að hafa rætt við manninn virtist hann sannfærður um að hópurinn ætti að tala máli Íslands í Hollandi. Ólafur er nú þegar búin að ræða við hollenska sjónvarpsstöð og nú stendur til að hópurinn fái áheyrn hollenska þingsins. Ólafur segir manninn hafa verið að kortleggja ýmis hagsmunamál varðandi Ísland og hafði hann aðallega áhuga á sjávarútvegi, landbúnaði og síðan Icesave. „Það kom fljótt upp að hann hafði myndað sér þá skoðun að sú sorglega staða væri uppi að Ísland þyrfti að greiða fyrir Icesave," segir Ólafur en þeir félagar voru allt annað en samþykkir þessari skoðun mannsins. „Við fórum þá í að útskýra fyrir manninum hversu kjánaleg hugmynd það væri að íslenskir skattgreiðendur þyrftu að greiða reikninginn fyrir þetta misheppnaða bankamál." Ólafur segir að þegar búið var að fara yfir málið með manninum virtist hann verið orðinn alveg sannfærður. „Hann sagðist hvergi hafa heyrt þessi sjónarmið í hollenskum fjölmiðlum og hvatti okkur til þess að tala við fjölmiðla og hollenska þingið. Hann endaði síðan bara á því að óska okkur góðs gengis og kvaddi okkur með tilfinningaþrungnum baráttukveðjum og sagði bon courage," segir Ólafur en þeim félögum fannst þessi uppákoma óneitanlega hálf fyndin. Ólafur gekk strax í málið og hefur í morgun rætt við hollenska fréttakonu og segir að nú standi til að biðja um áheyrn hollenska þingsins. „Okkar sjónarmið eru meðal annars þau að langflestir íslenskir lögfræðignur telja að íslandi beri ekki skylda til þess að setja ríkisábyrgð á bak við innistæðutryggingar. Einnig liggja fyrir allavega þrjú lögfræðiálit frá virtum erlendum lögfræðistofum sem segja það sama. Það er okkar mat að fái menn tíma til þess að melta þessi rök, þá mun þetta snúast með okkur. Það er mjög mikilvægt að við gefum ekki frá okkur samningsstöðuna á síðustu metrunum. " Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Ólafur Elíasson einn af forsvarsmönnum InDefence hópsins segist hafa verið boðaður á fund ásamt tveimur öðrum á ræðisskrifstofu Hollands fyrir skömmu. Þar áttu þeir fund með embættismanni frá sendiráði Hollands í Noregi sem er með málefni Íslands á sinni könnu. Eftir að hafa rætt við manninn virtist hann sannfærður um að hópurinn ætti að tala máli Íslands í Hollandi. Ólafur er nú þegar búin að ræða við hollenska sjónvarpsstöð og nú stendur til að hópurinn fái áheyrn hollenska þingsins. Ólafur segir manninn hafa verið að kortleggja ýmis hagsmunamál varðandi Ísland og hafði hann aðallega áhuga á sjávarútvegi, landbúnaði og síðan Icesave. „Það kom fljótt upp að hann hafði myndað sér þá skoðun að sú sorglega staða væri uppi að Ísland þyrfti að greiða fyrir Icesave," segir Ólafur en þeir félagar voru allt annað en samþykkir þessari skoðun mannsins. „Við fórum þá í að útskýra fyrir manninum hversu kjánaleg hugmynd það væri að íslenskir skattgreiðendur þyrftu að greiða reikninginn fyrir þetta misheppnaða bankamál." Ólafur segir að þegar búið var að fara yfir málið með manninum virtist hann verið orðinn alveg sannfærður. „Hann sagðist hvergi hafa heyrt þessi sjónarmið í hollenskum fjölmiðlum og hvatti okkur til þess að tala við fjölmiðla og hollenska þingið. Hann endaði síðan bara á því að óska okkur góðs gengis og kvaddi okkur með tilfinningaþrungnum baráttukveðjum og sagði bon courage," segir Ólafur en þeim félögum fannst þessi uppákoma óneitanlega hálf fyndin. Ólafur gekk strax í málið og hefur í morgun rætt við hollenska fréttakonu og segir að nú standi til að biðja um áheyrn hollenska þingsins. „Okkar sjónarmið eru meðal annars þau að langflestir íslenskir lögfræðignur telja að íslandi beri ekki skylda til þess að setja ríkisábyrgð á bak við innistæðutryggingar. Einnig liggja fyrir allavega þrjú lögfræðiálit frá virtum erlendum lögfræðistofum sem segja það sama. Það er okkar mat að fái menn tíma til þess að melta þessi rök, þá mun þetta snúast með okkur. Það er mjög mikilvægt að við gefum ekki frá okkur samningsstöðuna á síðustu metrunum. "
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira