Innlent

Skálum á hálendinu lokað

Skálinn er vinsæll næturstaður ferðalanga.
Skálinn er vinsæll næturstaður ferðalanga.
Skálar Ferðafélags Íslands í Hrafntinnuskeri, við Álftavatn, í Hvanngili og Emstrum verða lokaðir í vetur rétt eins og í fyrra og er verið að loka þeim um þessar mundir að því er fram kemur á vef Ferðafélags Íslands.

Opið verður áfram í Langadal í Þórsmörk og Landmannalaugum. Þar verða skálaverðir fram eftir október. Ferðalangar geta fengið lykla að skálum Ferðafélagsins ef þeir vilja nota þá að vetrarlagi og geta sótt þá á skrifstofu félagsins.

Skálarnir eru allir við gönguleiðina vinsælu, Laugaveginn, sem liggur frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk og hafa því verið vel sóttir í sumar. - sbt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×