Innlent

Bændasamtökin vilja að spurningalisti ESB verði þýddur á íslensku

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Mynd/Teitur Jónasson
Bændasamtök Íslands hafa óskað eftir því að spurningalist framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna aðildarviðræðna Íslendinga verði þýddur á íslensku. Samtökin sendu utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis 11. september en ekkert svar hefur borist. Óskin hefur nú verið ítrekuð í nýju bréfi.

„Enn fremur hvetja BÍ til þess að svör við spurningum ESB verði tekin til umfjöllunar í utanríkismálanefnd Alþingis áður en þau verða send út, þannig að sjónarmið ýmissa hagsmunahópa í þjóðfélaginu komi fram og fylgi svörunum," segir á heimasíðu Bændasamtakanna, bondi.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×