Eigandi Vatnsstígsins: Hústökufólkið er þarna á mína ábyrgð Breki Logason skrifar 14. apríl 2009 19:38 Hústökufólkið við störf í dag. MYND/ANTON Ágúst Friðgeirsson eigandi Vatnsstígs fjögur þar sem hópur fólks hefur sest að í dag segir fólkið vera þar á sína ábyrgð. Húsið er rafmagnslaust og vatnslaust og því getur skapast mikil eldhætta þar inni. Hann segir að til standi að rífa húsið en hann þurfti að loka því fyrir skömmu vegna kakkalakka sem höfðu sest þar að. Ágúst hefur áður þurft að hafa afskipti af forsprakka hópsins sem hefur sest að í húsinu við hliðina á, sem einnig er í eigu Ágústar. Hústökufólkið segist með þessu vera að koma í veg fyrir að miðbærinn verði eyðilagður og hugðist stofna félagsmiðstöð, þar sem stunda átti róttæka pólitíska starfsemi og annað sem fólki dytti í hug. Ágúst segir að Haukur nokkur sem frægastur er fyrir að hafa dregið Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu sé í forsvari fyrir hópinn. „Hann var til vandræða fyrr í vetur þegar hann tók sér bólfestu í húsinu þarna við hliðina á sem ég á líka." Ágúst sem staddur er erlendis sagðist hafa heyrt af þessu fyrst í fjölmiðlum en þá hafi hann haft samband við lögreglu og beðið þá um að taka á þessum málum eins og hann orðar það. Ágúst segir ástæðulaust að skemma húsið þó til standi að rífa það. „Þetta var í útleigu en ástandið á því var orðið lélegt og við lentum í vandræðum með kakkalakka þarna. Ég lét hreinsa það með eitrun sem dugði ekki til og því ákváðum við að loka því." Hann segir hópinn vera að sækjast eftir athygli en það sé þarna á sína ábyrgð og því vilji hann það út. „Útigangsmenn hafa sótt þarna og við höfum verið látnir vita af því að þeir séu á okkar ábyrgð. Því höfum við komið reglulega og hreinsað þarna út, ég sé engan mun á þessu fólki og einhverjum útigangsmönnum." Fréttastofa hafði samband við lögreglu fyrir stundu en hún hefur ekkert aðhafst í málinu. Þeir vita af fólkinu og fylgjast með ástandinu. Tengdar fréttir Hústökufólk á Vatnsstíg Um 200 manns höfðu komið sér fyrir innandyra og utan við mannlaust hús við Vatnsstíg og neituðu að yfirgefa það síðdegis þrátt fyrir tilmæli eigenda. Óskað hefur verið eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja hústökufólkið. 14. apríl 2009 18:50 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Ágúst Friðgeirsson eigandi Vatnsstígs fjögur þar sem hópur fólks hefur sest að í dag segir fólkið vera þar á sína ábyrgð. Húsið er rafmagnslaust og vatnslaust og því getur skapast mikil eldhætta þar inni. Hann segir að til standi að rífa húsið en hann þurfti að loka því fyrir skömmu vegna kakkalakka sem höfðu sest þar að. Ágúst hefur áður þurft að hafa afskipti af forsprakka hópsins sem hefur sest að í húsinu við hliðina á, sem einnig er í eigu Ágústar. Hústökufólkið segist með þessu vera að koma í veg fyrir að miðbærinn verði eyðilagður og hugðist stofna félagsmiðstöð, þar sem stunda átti róttæka pólitíska starfsemi og annað sem fólki dytti í hug. Ágúst segir að Haukur nokkur sem frægastur er fyrir að hafa dregið Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu sé í forsvari fyrir hópinn. „Hann var til vandræða fyrr í vetur þegar hann tók sér bólfestu í húsinu þarna við hliðina á sem ég á líka." Ágúst sem staddur er erlendis sagðist hafa heyrt af þessu fyrst í fjölmiðlum en þá hafi hann haft samband við lögreglu og beðið þá um að taka á þessum málum eins og hann orðar það. Ágúst segir ástæðulaust að skemma húsið þó til standi að rífa það. „Þetta var í útleigu en ástandið á því var orðið lélegt og við lentum í vandræðum með kakkalakka þarna. Ég lét hreinsa það með eitrun sem dugði ekki til og því ákváðum við að loka því." Hann segir hópinn vera að sækjast eftir athygli en það sé þarna á sína ábyrgð og því vilji hann það út. „Útigangsmenn hafa sótt þarna og við höfum verið látnir vita af því að þeir séu á okkar ábyrgð. Því höfum við komið reglulega og hreinsað þarna út, ég sé engan mun á þessu fólki og einhverjum útigangsmönnum." Fréttastofa hafði samband við lögreglu fyrir stundu en hún hefur ekkert aðhafst í málinu. Þeir vita af fólkinu og fylgjast með ástandinu.
Tengdar fréttir Hústökufólk á Vatnsstíg Um 200 manns höfðu komið sér fyrir innandyra og utan við mannlaust hús við Vatnsstíg og neituðu að yfirgefa það síðdegis þrátt fyrir tilmæli eigenda. Óskað hefur verið eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja hústökufólkið. 14. apríl 2009 18:50 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Hústökufólk á Vatnsstíg Um 200 manns höfðu komið sér fyrir innandyra og utan við mannlaust hús við Vatnsstíg og neituðu að yfirgefa það síðdegis þrátt fyrir tilmæli eigenda. Óskað hefur verið eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja hústökufólkið. 14. apríl 2009 18:50