Eigandi Vatnsstígsins: Hústökufólkið er þarna á mína ábyrgð Breki Logason skrifar 14. apríl 2009 19:38 Hústökufólkið við störf í dag. MYND/ANTON Ágúst Friðgeirsson eigandi Vatnsstígs fjögur þar sem hópur fólks hefur sest að í dag segir fólkið vera þar á sína ábyrgð. Húsið er rafmagnslaust og vatnslaust og því getur skapast mikil eldhætta þar inni. Hann segir að til standi að rífa húsið en hann þurfti að loka því fyrir skömmu vegna kakkalakka sem höfðu sest þar að. Ágúst hefur áður þurft að hafa afskipti af forsprakka hópsins sem hefur sest að í húsinu við hliðina á, sem einnig er í eigu Ágústar. Hústökufólkið segist með þessu vera að koma í veg fyrir að miðbærinn verði eyðilagður og hugðist stofna félagsmiðstöð, þar sem stunda átti róttæka pólitíska starfsemi og annað sem fólki dytti í hug. Ágúst segir að Haukur nokkur sem frægastur er fyrir að hafa dregið Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu sé í forsvari fyrir hópinn. „Hann var til vandræða fyrr í vetur þegar hann tók sér bólfestu í húsinu þarna við hliðina á sem ég á líka." Ágúst sem staddur er erlendis sagðist hafa heyrt af þessu fyrst í fjölmiðlum en þá hafi hann haft samband við lögreglu og beðið þá um að taka á þessum málum eins og hann orðar það. Ágúst segir ástæðulaust að skemma húsið þó til standi að rífa það. „Þetta var í útleigu en ástandið á því var orðið lélegt og við lentum í vandræðum með kakkalakka þarna. Ég lét hreinsa það með eitrun sem dugði ekki til og því ákváðum við að loka því." Hann segir hópinn vera að sækjast eftir athygli en það sé þarna á sína ábyrgð og því vilji hann það út. „Útigangsmenn hafa sótt þarna og við höfum verið látnir vita af því að þeir séu á okkar ábyrgð. Því höfum við komið reglulega og hreinsað þarna út, ég sé engan mun á þessu fólki og einhverjum útigangsmönnum." Fréttastofa hafði samband við lögreglu fyrir stundu en hún hefur ekkert aðhafst í málinu. Þeir vita af fólkinu og fylgjast með ástandinu. Tengdar fréttir Hústökufólk á Vatnsstíg Um 200 manns höfðu komið sér fyrir innandyra og utan við mannlaust hús við Vatnsstíg og neituðu að yfirgefa það síðdegis þrátt fyrir tilmæli eigenda. Óskað hefur verið eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja hústökufólkið. 14. apríl 2009 18:50 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sjá meira
Ágúst Friðgeirsson eigandi Vatnsstígs fjögur þar sem hópur fólks hefur sest að í dag segir fólkið vera þar á sína ábyrgð. Húsið er rafmagnslaust og vatnslaust og því getur skapast mikil eldhætta þar inni. Hann segir að til standi að rífa húsið en hann þurfti að loka því fyrir skömmu vegna kakkalakka sem höfðu sest þar að. Ágúst hefur áður þurft að hafa afskipti af forsprakka hópsins sem hefur sest að í húsinu við hliðina á, sem einnig er í eigu Ágústar. Hústökufólkið segist með þessu vera að koma í veg fyrir að miðbærinn verði eyðilagður og hugðist stofna félagsmiðstöð, þar sem stunda átti róttæka pólitíska starfsemi og annað sem fólki dytti í hug. Ágúst segir að Haukur nokkur sem frægastur er fyrir að hafa dregið Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu sé í forsvari fyrir hópinn. „Hann var til vandræða fyrr í vetur þegar hann tók sér bólfestu í húsinu þarna við hliðina á sem ég á líka." Ágúst sem staddur er erlendis sagðist hafa heyrt af þessu fyrst í fjölmiðlum en þá hafi hann haft samband við lögreglu og beðið þá um að taka á þessum málum eins og hann orðar það. Ágúst segir ástæðulaust að skemma húsið þó til standi að rífa það. „Þetta var í útleigu en ástandið á því var orðið lélegt og við lentum í vandræðum með kakkalakka þarna. Ég lét hreinsa það með eitrun sem dugði ekki til og því ákváðum við að loka því." Hann segir hópinn vera að sækjast eftir athygli en það sé þarna á sína ábyrgð og því vilji hann það út. „Útigangsmenn hafa sótt þarna og við höfum verið látnir vita af því að þeir séu á okkar ábyrgð. Því höfum við komið reglulega og hreinsað þarna út, ég sé engan mun á þessu fólki og einhverjum útigangsmönnum." Fréttastofa hafði samband við lögreglu fyrir stundu en hún hefur ekkert aðhafst í málinu. Þeir vita af fólkinu og fylgjast með ástandinu.
Tengdar fréttir Hústökufólk á Vatnsstíg Um 200 manns höfðu komið sér fyrir innandyra og utan við mannlaust hús við Vatnsstíg og neituðu að yfirgefa það síðdegis þrátt fyrir tilmæli eigenda. Óskað hefur verið eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja hústökufólkið. 14. apríl 2009 18:50 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sjá meira
Hústökufólk á Vatnsstíg Um 200 manns höfðu komið sér fyrir innandyra og utan við mannlaust hús við Vatnsstíg og neituðu að yfirgefa það síðdegis þrátt fyrir tilmæli eigenda. Óskað hefur verið eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja hústökufólkið. 14. apríl 2009 18:50