Innlent

Fækkar á Íslandsmeistaramótinu í póker

Á fjórða tímanum í dag voru einungis átta af 180 keppendum fallnir úr leik á Íslandsmeistaramótinu í póker sem hófst í hádeginu á Hilton Hótel Nordica. Keppni verður framhaldið þangað til 18 keppendur standa eftir. Þá verður gert hlé fram til hádegis á morgun.

Við þetta má bæta að fylgst er mótinu á pókervefnum www.52.is þar sem farið er yfir stöðu mála, efstu menn, áhugaverðar hendur og athyglisverða spilara.


Tengdar fréttir

Fyrsta alþjóðlega pókermótið á Íslandi fer fram í kvöld

Fyrsta alþjóðlega pókermótið á Íslandi verður haldið á veitingastaðnum Sólon í kvöld. Átta norskir pókerspilarar og einn íslenskur munu keppa um laust sæti á pókermóti í Litháen þar sem tugmilljónir króna eru í boði fyrir sigurvegarann.

Fullt á Íslandsmeistaramót í póker

„Frá upphafi var ég 100 prósent viss um að mótið myndi fyllast," segir Jóhann Ólafur Schröder, einn af skipuleggjendum Íslandsmeistaramótsins í póker, sem fer fram á Hilton Hótel Nordica um næstu helgi.

Viskíflaska til höfuðs Agli, Fúsa og Audda

„Ég er vanur því að menn vilji taka fyrirliðann út. Þannig að ég kippi mér ekkert upp við að það sé „bounty“ á mér. Það er bara gaman fyrir þessa fiska að fá að mæta fyrirliðanum,“ segir Egill „Þykki“ Einarsson, líkamsræktarfrömuður og pókerspilari.

Íslandsmeistaramótið í póker hefst í hádeginu

Íslandsmeistaramótið í póker hefst klukkan 12 á eftir en það fer fram á Hilton Hótel Nordica. 180 þátttakendur eru skráðir til leiks. Áhorfendur geta mætt og fylgst með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×