Lífið

Fullt á Íslandsmeistaramót í póker

bjóst við þessu Jóhann Ólafur efaðist aldrei um vinsældir Íslandsmeistaramótsins í póker, sem er það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi.
bjóst við þessu Jóhann Ólafur efaðist aldrei um vinsældir Íslandsmeistaramótsins í póker, sem er það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi.

„Frá upphafi var ég 100 prósent viss um að mótið myndi fyllast," segir Jóhann Ólafur Schröder, einn af skipuleggjendum Íslandsmeistaramótsins í póker, sem fer fram á Hilton Hótel Nordica um næstu helgi.

Mótið er það allra viðamesta sem haldið hefur verið hér á landi og heildarverðlaunafé er meira en sex milljónir. Aðspurður segir Jóhann að seðlarnir verði ekki á staðnum, eins og hefur stundum tíðkast á mótum erlendis, svo að sérstakrar öryggisgæslu verður ekki krafist.

„Allir bestu pókerspilarar Íslands verða þarna. Við erum með menn sem eru að taka inn fleiri fleiri milljónir á ári á netinu," segir Jóhann. 180 sæti voru í boði á mótið og færri komast að en vilja - 30 manns eru á biðlista.

Síðustu sætin fóru í gærkvöldi þegar síðasta svokallaða „satellite"-mótið fór fram á vefsíðu Betsson. Flestir hafa unnið sér inn miða á slíkum mótum, bæði á netinu og á mótum sem hafa verið haldin um land allt síðustu vikur. Um fjörutíu spilarar keyptu sig inn á mótið og borguðu fyrir það 40.000 krónur.

Sigurvegari mótsins fær eina og hálfa milljón í verðlaun. Það þýðir að sá sem lendir í 18. sæti, því fyrsta sem borgað er fyrir, fær um 130.000 krónur í sinn hlut. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.