Enski boltinn

Megson framlengir við Bolton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Megson verður áfram hjá Bolton.
Megson verður áfram hjá Bolton. Nordic Photos/Getty Images

Phil Gartside, stjórnarformaður Bolton, staðfesti í gær að Gary Megson væri búinn að framlengja samning sinn við Bolton.

Breskir fjölmiðlar héldu því fram að Megson væri valtur í sessi og sögðu Owen Coyle, stjóra Burnley, eiga að taka við af honum. Því hefur nú verið vísað á bug af Gartside.

„Gary skrifaði undir nýjan samning fyrir tveim vikum síðan en við höfum bara ekkert greint frá því. Það er sannleikurinn í málinu," sagði Gartside sem vísar því einnig á bug að illa fari á með honum og Megson.

„Okkur Gary semur mjög vel. Ég veit að þvílík gæðavinna er unnin af hans hálfu á bak við tjöldin og það kemur ekki til greina að skipta honum út."

Megson tók við starfinu af Sammy Lee snemma á síðustu leiktíð en Lee gekk ekki vel að fylla það skarð sem Sam Allardyce skildi eftir sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×