Enski boltinn

Hargreaves byrjaður að æfa á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Owen Hargreaves í leik með Manchester United.
Owen Hargreaves í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Owen Hargreaves er byrjaður að æfa með Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla.

Hann mætti á sína fyrstu æfingu í gær á æfingasvæði United en hann gekkst undir aðgerð á hné fyrir tæpu ári síðan.

Hargreaves gekk til liðs við United frá Bayern München fyrir átján milljónir punda sumarið 2007 en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum síðan þá.

Honum gekk ágætlega á fyrsta tímabili sínu hjá félaginu og spilaði til að mynda í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Chelsea um vorið.

En síðasta haust tóku meiðslin sig aftur upp og var ákveðið að senda hann í aðgerð sem þótti vera byltingarkennd.

Hann hélt því til Bandaríkjanna þar sem hann fór í aðgerð á báðum hnjám hjá sama lækninum og hefur sinnt Ruud van Nistelrooy, fyrrum leikmanni United og núverandi leikmanni Real Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×