Innlent

Rætt við VG um nýjan meirihluta í Kópavogi

Höskuldur Kári Schram skrifar
Það ræðst í kvöld hvort framhald verður á meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi. Sjálfstæðismenn hafa þegar sett í sig samband við Vinstri græna um mögulegt meirihlutasamstarf.

Mikil óánægja ríkir nú innan framsóknarflokks með meirihlutasamstarfið við sjálfstæðismenn í Kópavogi vegna mála tengdum Gunnari I Birgissyni, bæjarstjóra.

Gunnar hefur lýst því yfir að hann ætlar hætta sem bæjarstjóri vegna viðskipta bæjarins við fyrirtæki dóttur hans. Þá lýsti Gunnar því yfir í gær að hann ætlar að víkja sæti sem bæjarfulltrúi á meðan lögreglurannsókn fer fram á málefnum lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar.

Fulltrúaráð flokkanna tveggja funda í kvöld og þá ræðst hver verður eftirmaður Gunnars í bæjarstjórastól og hvort meirihlutasamstarfið haldi.

Það er til marks um þá óvissu sem ríkir í bæjarstjórn Kópavogs að sjálfstæðismenn hafa þegar sett sig í samband við Vinstri græna um mögulegt meirihlutasamstarf.

Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG.
Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en segir þó viðræðurnar vera óformlegar.

„Þeir hafa ekki verið að bjóða eitt né neitt. Helst verið að athuga hvort þeim væri óhætt að slíta meirihlutasamstarfinu við framsóknarmenn en halda samt völdum. Ég hef ekkert viljað gefa út á það enda hefur enginn með umboð rætt við mig," segir Ólafur Þór.

Mesta líkur eru taldar á þriggja flokka meirihlutasamstarfi Vinstri grænna, framsóknarmanna og Samfylkingar fari svo að framsóknarmenn ákveði að slíta samstarfinu við Sjálfstæðismenn. Gangi það eftir verður Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar, væntanlega bæjarstjóri hins nýja meirihluta.


Tengdar fréttir

Gunnar gengur til viðræðna við Framsókn

Fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lauk nú fyrir stundu. Á fundinum bar Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, upp tillögu um að hann myndi ásamt bæjarfulltrúum flokksins ganga til fundar við Framsóknarmenn um áframhaldandi samstarf. Að sögn Óttars Felix Haukssonar, formanni fulltrúaráðsins, var góð sátt um tillöguna á fundinum.

Guðríður: Of mörgum spurningum ósvarað

Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að enn sé of mörgum spurningum ósvarað varðandi brotthvarf Gunnars Birgissonar úr stól bæjarstjóra. Krafa minnihlutans hafi verið sú að Gunnar léti af ábyrgðarstörfum fyrir Kópavog.

„Varpar nýju ljósi á stöðu mála"

„Þetta varpar nýju ljósi á stöðu mála þar,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, þegar blaðamaður ræddi við hann um áhrif yfirlýsingar Flosa Eiríkssonar á meirihlutasamstarfið í bænum.

Gunnar fer í leyfi

Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi fer í tímabundið leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi á meðan rannsókn stendur yfir á meintum blekkingum hans og framkvæmdastjóra Lífyerissjóðs starfsmanna bæjarins í upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins í tengslum við lán sjóðsins til bæjarins.

Segir Gunnar Birgisson hafa blekkt FME

„Eftir að stjórnin var kærð fyrir villandi upplýsingagjöf, á föstudaginn var, fór ég ítarlega yfir öll gögn í málinu. Þá kom í ljós að út- og afborgunum á lánum til Kópavogsbæjar hefur með vísvitandi hætti verið hagað þannig að gögn um þær komu ekki fram í skýrslum til Fjármálaeftirlitsins,“ segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnar-maður í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs (LSK). Í yfirlýsingu sem Flosi sendi frá sér í gær sakar hann Gunnar I. Birgisson, stjórnarformann sjóðsins, um að hafa reynt að villa um fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) án vitneskju annarra stjórnarmanna í sjóðnum.

Ólafur Þór: Ákveðin kaflaskil

„Þetta eru ákveðin kaflaskil fyrir sveitafélagið, hinsvegar á ég erfitt með að sjá hvernig þeir ætla að starfa áfram með Gunnar innanborðs,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri Grænna í Kópavogi um þær fréttir að Gunnar hyggist víkja úr sæti bæjarstjóra. Hann segir þó vandamálum Sjálfsstæðisflokksins í Kópavogi hvergi nærri lokið.

Bæjarfulltrúar Kópavogs gætu fengið tveggja ára fangelsi

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar getur átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi en hún hefur verið kærð til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Í stjórninni sitja Gunnar I. Birgisson, Ómar Stefánsson, Flosi Eiríksson, Jón Júlíusson og Sigrún Guðmundsdóttir.

Gunnar: FME á að sinna brýnni verkefnum

Það er ekki mikið að gera hjá Fjármálaeftirlitinu ef þeir eru að vegast í hlutum sem þessum segir Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Stjórnmálafræðingur telur að bæjarfulltrúarnir sem sátu í stjórn fari í tímabundið leyfi.

Eftirsjá að Gunnari

„Það er mikil eftirsjá að Gunnari ef það er satt að hann ætli að víkja," segir Sigurrós Þorgrímsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs.

Samfylkingin í Kópavogi: Gunnar verður að víkja

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi ítreka fyrri kröfu sína um að Gunnar I. Birgisson axli ábyrgð og víki sem bæjarstjóri eftir að hann hafi gerst sekur um að hygla stórlega fyrirtæki í eigu dóttur hans. Nú sé reynt að láta umræðuna snúast um skýrslur endurskoðenda og lögfræðiálit en ekki sé rætt um pólitíska og siðferðislega ábyrgð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarfélaginu.

Vissi ekki af ákvörðun Gunnars

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og annar maður á lista flokksins í síðustu bæjarstjórnarkosningum, hafði ekki heyrt að Gunnar I. Birgisson ætli að víkja sem bæjarstjóri þegar fréttastofa náði tali af honum.

„Meirihlutasamstarfið stendur traustum fótum eins og alltaf“

Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi funduðu í morgun um stöðu mála í bæjarpólitíkinni. Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, vildi í samtali við fréttastofu ekki tjá sig um niðurstöðu fundarins.

Flosi Eiríksson: Hefði viljað sjá afdráttarlausari viðbrögð

„Hann hefur ekki játað neinar yfirsjónir af sinni hálfu,“ segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi um Gunnar I. Birgisson. Flosi jánkar því aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði viljað sjá afdráttarlausari viðbrögð frá Gunnari en að hann taki sér tímabundið leyfi frá störfum.

Stjórn lífeyrissjóðs Kópavogs grunuð um lögbrot

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar er grunuð um lögbrot og hefur stjórninni verið skipaður umsjónaraðili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Eyða þarf óvissunni - vill Gunnar og spillinguna burt

„Óvissa er aldrei góð og hjálpar hvorki bæjarfélaginu og alveg örugglega ekki Sjálfstæðisflokknum né meirihlutanum,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna í Kópavogi, um stöðu mála í bæjarfélaginu en talsverð óvissa hefur verið um framtíð Gunnars Birgissonar sem bæjarstjóra vegna viðskipta dóttur hans við Kópavog.

Gunnar hættir sem bæjarstjóri: Kominn tími á kónginn

„Ég lagði það til á fundinum í gær með mínum flokksfélögum að það væri kominn tími á kónginn,“ segir Gunnar Birgisson sem fyrir skemmstu lauk fundi með Ómari Stefánssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarmanna í Kópavogi og samstarfsfélaga Gunnars í meirihlutanum í Kópavogi. Niðurstaða þess fundar var sú að Gunnar hættir sem bæjarstjóri.

Gunnar Birgisson: Fórnarlamb skipulagðra ofsókna

Undanfarnir dagar nálgast brjálæði í ofsóknum segir Gunnar Birgisson sem telur að Samfylkingin hafi skipulagt samsæri gegn sér. Hann ætlar að láta af embætti sem bæjarstjóri í Kópavogi en segir ósanngjarnt að hann sé dæmdur fyrir viðskipti bæjarins við fyrirtæki dóttur sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×