EINAR MÁR OG GUNNAR BJARNI SNÚA BÖKUM SAMAN 7. nóvember 2009 06:00 einar már og gunnar bjarni Einar Már og Gunnar Bjarni hafa sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar.fréttablaðið/vilhelm Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson hafa snúið bökum saman og sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar. „Þetta er bara ekta pönk, að gera hlutina með stemninguna og sköpunarkraftinn að vopni," segir Einar Már. Hann hefur í félagi við Gunnar Bjarna Ragnarsson, gítarleikara Jet Black Joe, gefið út plötuna Sjaldgæfir fuglar. Þar spilar Gunnar Bjarni ásamt blússveitinni Johnny and the Rest, með Hrafnkel, son Einars Más innanborðs, lög við ljóð skáldsins. Flest lögin eru eftir Gunnar Bjarna, sem sá einnig um allar útsetningar. Vinnan við plötuna tók um það bil tvo mánuði og voru lögin spiluð af fingrum fram með gömlum hljóðfærum úr eigu gítarleikarans til þess að ná upp rétta andrúmsloftinu. Þrátt fyrir að samstarf þeirra Einars Más og Gunnars Bjarna sé harla óvenjulegt virðast þeir hafa smollið vel saman. „Ég vissi mjög vel af tónlist Gunnars. Þegar hann kom til liðs við mig fannst mér það gott val því ég hef alltaf fílað Jet Black Joe og hvað lögin þeirra hafa lifað tímans tönn," segir Einar Már. Hann telur að líkja megi verkefninu, upp að vissu marki, við gæfuríkt samstarf ljóðskáldsins Peters Ronald Brown og Jack Bruce úr Cream og einnig samstarf Roberts C. Hunter og hljómsveitarinnar Grateful Dead. Einar Már les upp nokkur ljóðanna á plötunni og fóru þær upptökur fram í dúfnakofa sem er í hljóðveri Gunnars Bjarna. Minnti stemningin þá félaga stundum á ljóðalestur Jims Morrison á plötu hans An American Prayer. „Þær veita manni hugarró. Maður var með þetta þegar maður var yngri," segir Gunnar Bjarni um dúfurnar og telur það fullkomlega eðlilegt að hafa kofann í hljóðverinu, enda spila dúfurnar sína rullu á plötunni. Nokkrum árum áður en Gunnar Bjarni kom að verkefninu var hann beðinn um að semja lag við ljóð úr ljóðabók Einars, Ég stytti mér leið fram hjá dauðanum. Þar með hófst samstarf þeirra tveggja. Eftir efnahagshrunið varð Einar Már mjög áberandi í fjölmiðlum. „Einar virtist vera alls staðar og þegar hann spurði hvort ég væri til í að koma í þetta verkefni sagði ég já. Þetta var mikil áskorun fyrir mig," segir Gunnar Bjarni og er ánægður með samstarfið. „Auðvitað þurfti ég að fíla ljóðin hans og eftir að ég kláraði þetta er ég búinn að átta mig á því að það er rosalega gott að hafa góð ljóð við lögin mín," segir hann og brosir. freyr@frettabladid.is Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson hafa snúið bökum saman og sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar. „Þetta er bara ekta pönk, að gera hlutina með stemninguna og sköpunarkraftinn að vopni," segir Einar Már. Hann hefur í félagi við Gunnar Bjarna Ragnarsson, gítarleikara Jet Black Joe, gefið út plötuna Sjaldgæfir fuglar. Þar spilar Gunnar Bjarni ásamt blússveitinni Johnny and the Rest, með Hrafnkel, son Einars Más innanborðs, lög við ljóð skáldsins. Flest lögin eru eftir Gunnar Bjarna, sem sá einnig um allar útsetningar. Vinnan við plötuna tók um það bil tvo mánuði og voru lögin spiluð af fingrum fram með gömlum hljóðfærum úr eigu gítarleikarans til þess að ná upp rétta andrúmsloftinu. Þrátt fyrir að samstarf þeirra Einars Más og Gunnars Bjarna sé harla óvenjulegt virðast þeir hafa smollið vel saman. „Ég vissi mjög vel af tónlist Gunnars. Þegar hann kom til liðs við mig fannst mér það gott val því ég hef alltaf fílað Jet Black Joe og hvað lögin þeirra hafa lifað tímans tönn," segir Einar Már. Hann telur að líkja megi verkefninu, upp að vissu marki, við gæfuríkt samstarf ljóðskáldsins Peters Ronald Brown og Jack Bruce úr Cream og einnig samstarf Roberts C. Hunter og hljómsveitarinnar Grateful Dead. Einar Már les upp nokkur ljóðanna á plötunni og fóru þær upptökur fram í dúfnakofa sem er í hljóðveri Gunnars Bjarna. Minnti stemningin þá félaga stundum á ljóðalestur Jims Morrison á plötu hans An American Prayer. „Þær veita manni hugarró. Maður var með þetta þegar maður var yngri," segir Gunnar Bjarni um dúfurnar og telur það fullkomlega eðlilegt að hafa kofann í hljóðverinu, enda spila dúfurnar sína rullu á plötunni. Nokkrum árum áður en Gunnar Bjarni kom að verkefninu var hann beðinn um að semja lag við ljóð úr ljóðabók Einars, Ég stytti mér leið fram hjá dauðanum. Þar með hófst samstarf þeirra tveggja. Eftir efnahagshrunið varð Einar Már mjög áberandi í fjölmiðlum. „Einar virtist vera alls staðar og þegar hann spurði hvort ég væri til í að koma í þetta verkefni sagði ég já. Þetta var mikil áskorun fyrir mig," segir Gunnar Bjarni og er ánægður með samstarfið. „Auðvitað þurfti ég að fíla ljóðin hans og eftir að ég kláraði þetta er ég búinn að átta mig á því að það er rosalega gott að hafa góð ljóð við lögin mín," segir hann og brosir. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira