Fínt að vera á sjónum í kreppunni Sara McMahon skrifar 15. júlí 2008 00:01 Fanturinn hvílir bassann Þröstur Jónsson, fyrrum basaleikari í Mínus, sækir nú sjó fyrir austan. Hann fagnar þrítugsafmæli sínu síðar í mánuðinum en segist ekki munu halda upp á afmælið með látum. Hann drekki enda ekki nema einstaka rauðvínsglas með góðum mat. Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Mínuss, er sem kunnugt er kominn á sjó og stundar nú sjómennskuna af lífi og sál á togaranum Barða NK 120. Þessa dagana er hann þó í fríi og er kominn norður á land í heyskap. Þröstur ber sjómennskunni vel söguna en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann fer á sjó. „Það er eðall að vera á sjó og ég var alltaf á sjónum þegar ég var yngri. Svo eru þetta allt snillingar og þungarokkarar sem eru á togaranum með mér.“ Þröstur segist þó ekki vera alfarið hættur í tónlistinni og segist oft grípa til gítarsins á sjónum. „Ég er bara í pásu frá tónlistinni, á meðan er maður loks farinn að taka alvöru túra.“ Þröstur segist ætla að vera áfram á sjónum í einhvern tíma og segist vera best geymdur þar. „Það er best að vera á sjónum einmitt núna þegar krónan er í rugli því maður fær svo mikið fyrir aflann. Þannig að ég held mig við sjómennskuna í bili.“ Togarinn Barði NK 120 er gerður út frá Neskaupstað þar sem þungarokkshátíðin Eistnaflug var haldin um helgina. Þröstur segist hafa verið á hátíðinni fyrri daginn ásamt hinum skipverjum Barða og segir hátíðina hafa verið magnaða. „Þetta var magnað, ég mæli með því að allir mæti næsta ár. Allavega allir alvöru þungarokkarar.“ Von er á Þresti í bæinn bráðlega en að eigin sögn er hann orðinn helmassaður og tannaður af útiverunni og sjómennskunni. Þegar hann er spurður hvort hann hafi áhuga á að ganga til liðs við hina helmössuðu og tönnuðu meðlimi Merzedes Club að sjómennskunni lokinni segist hann ekki hafa áhuga á því þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Annars ber það hæst í þessum mánuði hjá Þresti að hann mun halda upp á þrítugsafmæli sitt í lok mánaðarins og stefnir á að fagna því í Kaupmannahöfn með vini sínum, útvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni. Eiga þá Danir von á illu í lok júlí? „Nei, ég er mjög stilltur og drekk ekki nema einstaka rauðvínsglas með góðum mat,“ segir Bassafanturinn að lokum. Eistnaflug Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Sjá meira
Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Mínuss, er sem kunnugt er kominn á sjó og stundar nú sjómennskuna af lífi og sál á togaranum Barða NK 120. Þessa dagana er hann þó í fríi og er kominn norður á land í heyskap. Þröstur ber sjómennskunni vel söguna en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann fer á sjó. „Það er eðall að vera á sjó og ég var alltaf á sjónum þegar ég var yngri. Svo eru þetta allt snillingar og þungarokkarar sem eru á togaranum með mér.“ Þröstur segist þó ekki vera alfarið hættur í tónlistinni og segist oft grípa til gítarsins á sjónum. „Ég er bara í pásu frá tónlistinni, á meðan er maður loks farinn að taka alvöru túra.“ Þröstur segist ætla að vera áfram á sjónum í einhvern tíma og segist vera best geymdur þar. „Það er best að vera á sjónum einmitt núna þegar krónan er í rugli því maður fær svo mikið fyrir aflann. Þannig að ég held mig við sjómennskuna í bili.“ Togarinn Barði NK 120 er gerður út frá Neskaupstað þar sem þungarokkshátíðin Eistnaflug var haldin um helgina. Þröstur segist hafa verið á hátíðinni fyrri daginn ásamt hinum skipverjum Barða og segir hátíðina hafa verið magnaða. „Þetta var magnað, ég mæli með því að allir mæti næsta ár. Allavega allir alvöru þungarokkarar.“ Von er á Þresti í bæinn bráðlega en að eigin sögn er hann orðinn helmassaður og tannaður af útiverunni og sjómennskunni. Þegar hann er spurður hvort hann hafi áhuga á að ganga til liðs við hina helmössuðu og tönnuðu meðlimi Merzedes Club að sjómennskunni lokinni segist hann ekki hafa áhuga á því þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Annars ber það hæst í þessum mánuði hjá Þresti að hann mun halda upp á þrítugsafmæli sitt í lok mánaðarins og stefnir á að fagna því í Kaupmannahöfn með vini sínum, útvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni. Eiga þá Danir von á illu í lok júlí? „Nei, ég er mjög stilltur og drekk ekki nema einstaka rauðvínsglas með góðum mat,“ segir Bassafanturinn að lokum.
Eistnaflug Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Sjá meira