Fótbolti

Garðar spilaði í Búlgaríu í gær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Garðar Gunnlaugsson.
Garðar Gunnlaugsson. Mynd/Sænska knattspyrnusambandið
Garðar Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik með CSKA Sofiu í búlgörsku úrvalsdeildinni í gær.

Garðar hefur áður verið í leikmannahópi liðsins en þetta er í fyrsta sinn sem hann spilar með liðinu. Hann lék síðustu sextán mínúturnar í leiknum.

CSKA mætti í gær Pirin Blagoevgrad á útivelli og lenti tveimur mörkum undir á fyrstu 25 mínútunum. Liðið minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks og skoraði svo jöfnunarmarkið í blálok leiksins.

CSKA er á toppi deildarinnar þrátt fyrir jafnteflið en liðið vann fimm af fyrstu sex leikjum sínum og er með þriggja stiga forskot á næsta lið, Lokomotiv Sofiu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×