Enski boltinn

Kirkland dregur sig úr landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chris Kirkland í leik með Wigan.
Chris Kirkland í leik með Wigan. Nordic Photos / Getty Images

Chris Kirkland, markvörður enska úrvalsdeilarfélagsins Wigan, hefur beðið Fabio Capello landsliðsþjálfara Englendinga um að velja sig ekki í landsliðið á næstunni.

Þetta gerði hann þar sem hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarin misseri og hann vill einbeita sér að því að ná sér fyllilega góðum á nýjan leik.

„Það er vitaskuld afar mikill heiður að vera valinn til að spila fyrir hönd þinnar þjóðar en ég verð að vera skynsamur. Wigan á það skilið að ég sé í sem besta formi. Í síðustu tvö skipti sem ég hef verið valinn í landsliðið hef ég þurft að draga mig úr hópnum vegna bakmeiðsla."

„Ég hef engan áhuga á að lenda í því aftur. Ein ástæðan fyrir því er að þá fjalla fjölmiðlar mikið um meiðslin sem hjápar mér lítið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×