Undrast ekki dræma aðsókn 20. október 2008 05:30 Amazing Truth About Queen Raquela fjallar um stelpustráka frá Filippseyjum. Þrátt fyrir góða dóma hafa aðeins um fimm hundruð manns séð kvikmyndina The Amazing Truth About Queen Raquela síðan hún var frumsýnd um síðustu helgi. Á sama tíma hafa Íslendingar flykkst í þúsundatali á Reykjavík Rotterdam, The House Bunny og bandaríska spennutryllinn Righteous Kill. Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson segir aðsóknina alls ekki hafa komið sér á óvart. „Það var vitað mál að þetta yrði eins og með Afríka Utd. Það er þröngur hópur sem þetta fjallar um og svo er þetta ekki það sem kallast iðnaðarmynd. Þetta er bara sætt, lítið kríli," segir Ólafur. Afríka Utd. var heimildarmynd í leikstjórn Ólafs og sáu hana um þúsund manns. Queen Raquela, sem fjallar um stelpustráka frá Filippseyjum, er aftur á móti öðruvísi mynd. „Hún er í rauninni blanda af öllu, heimildarmynd, leiknu og öðru. Hún er ákveðinn bastarður, svona transsexual mynd," segir hann. Ólafur kippir sér lítið upp við áhorfstölurnar hér heima. „Það er eins og það er. Fólk er kannski hrætt um að vera stimplað, ég veit það ekki. Þannig er þetta bara með flestar neðanmáls „artí" myndir. Þetta skiptir svo sem ekki miklu máli því myndin er búin að seljast mjög vel erlendis." Á næstunni verður myndin sýnd í Serbíu, Grikklandi og Póllandi, auk þess sem fleiri lönd bætast við á næstu mánuðum. Ólafur lætur því engan bilbug á sér finna þrátt fyrir þessa dræmu aðsókn í heimalandinu. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þrátt fyrir góða dóma hafa aðeins um fimm hundruð manns séð kvikmyndina The Amazing Truth About Queen Raquela síðan hún var frumsýnd um síðustu helgi. Á sama tíma hafa Íslendingar flykkst í þúsundatali á Reykjavík Rotterdam, The House Bunny og bandaríska spennutryllinn Righteous Kill. Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson segir aðsóknina alls ekki hafa komið sér á óvart. „Það var vitað mál að þetta yrði eins og með Afríka Utd. Það er þröngur hópur sem þetta fjallar um og svo er þetta ekki það sem kallast iðnaðarmynd. Þetta er bara sætt, lítið kríli," segir Ólafur. Afríka Utd. var heimildarmynd í leikstjórn Ólafs og sáu hana um þúsund manns. Queen Raquela, sem fjallar um stelpustráka frá Filippseyjum, er aftur á móti öðruvísi mynd. „Hún er í rauninni blanda af öllu, heimildarmynd, leiknu og öðru. Hún er ákveðinn bastarður, svona transsexual mynd," segir hann. Ólafur kippir sér lítið upp við áhorfstölurnar hér heima. „Það er eins og það er. Fólk er kannski hrætt um að vera stimplað, ég veit það ekki. Þannig er þetta bara með flestar neðanmáls „artí" myndir. Þetta skiptir svo sem ekki miklu máli því myndin er búin að seljast mjög vel erlendis." Á næstunni verður myndin sýnd í Serbíu, Grikklandi og Póllandi, auk þess sem fleiri lönd bætast við á næstu mánuðum. Ólafur lætur því engan bilbug á sér finna þrátt fyrir þessa dræmu aðsókn í heimalandinu.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira