Innlent

Þórunn: Skýrslan á allt eins við hér á landi

Umhverfisráðherra segir skýrslu vísindanefndarinnar sýna að hlýnun loftlags eigi allt eins við hér á landi og annars staðar í heiminum. Breytingarnar eru hins vegar ekki einungis til hins verra.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, segir Íslendinga vel í stakk búna til að glíma við afleiðingar loftlagsbreytinga. Hún segir breytingarnar bæði jákvæðar og neikvæðar.

Formaður nefndarinnar segir norðlægari þjóðir ekki glíma við sömu neikvæðu áhrifin og þjóðir á þurrkasvæðum eða í hitabeltinu.

Neikvæðu áhrifin eru meðal annars hopun jökla og breytingar á rennsli áa auk þess sem tíðni eldgosa gæti aukist. En breytingunum fylgir einnig nokkur búbót í landbúnaði og orkuvinnslu.

Umhverfisráðherra segir mikilvægt að rannsaka og vakta náttúruna eins ítarlega og kostur er.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×