Íslenski boltinn

Rúnar Kristinsson

MYND/JENS ORMSLEV
Var valinn efnilegastur á Íslandsmótinu 1987 en fór ekki atvinnumennsku fyrr en 1994 eftir að hafa orðið bikarmeistari með KR. Átti langan og gæfusaman atvinnumannaferil þar sem hann lék í Svíþjóð, Noregi og Belgíu. Hann þótti skara fram úr alls staðar þar sem hann lék og náði oft góðum árangri með liðum sem þóttu ekki líkleg til afreka. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur náð meira en hundrað A-landsleikjum en alls á hann 104 slíka að baki og skoraði hann í þeim þrjú mörk. Hann var fyrirliði lengi vel og lauk landsliðsferlinum með 2-0 sigri á Ítalíu á Laugardalsvelli sumarið 2004. Kjörinn leikmaður ársins í Noregi árið 1999.

Landsleikir: 104/3Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.