Fótbolti

Stórtap gegn Írum

Mynd/Daníel

Stelpurnar í U-19 ára landsliðinu töpuðu 5-1 fyrir Írum í morgun í síðasta leik sínum í undankeppni EM í Ísrael. Báðar þjóðir höfðu þegar tryggt sér sæti í milliriðli fyrir leikinn.

Fanndís Friðriksdóttir kom íslenska liðinu á bragðið í leiknum eftir aðeins 12 mínútur, en írska liðið komst yfir 2-1 fyrir hálfleikinn og kláraði dæmið í þeim síðari.

Milliriðlarnir verða spilaðir í lok apríl á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×