Baltasar gerir mynd í Kanada 25. nóvember 2008 06:00 Í nógu að snúast Baltsar Kormákur getur ekki kvartað undan verkefnaskorti. Næsta verkefni Baltasars verður að öllum líkindum að hefja kanadíska kvikmyndagerð til vegs og virðingar á nýjan leik. „Ég veit ekki hvort þetta verður næsta kvikmyndin mín. Ef öll plön ganga upp þá verður hún það. Ef ekki þá hef ég alltaf Grafarþögn og svo víkingamyndina,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri og margfaldur Eddu-verðlaunahafi. Frá því er greint í kvikmyndabiblíunni Variety að kanadíska kvikmyndafyrirtækið Whisbang hafi tryggt sér starfskrafta Baltasars og muni framleiða næstu kvikmynd hans, The Bird Artist. Kvikmyndin er byggð á verðlaunabók Howard Newman og er dramatísk ástarsaga sem gerist á Nýfundnalandi árið 1911. „Reyndar er ég að skoða möguleikana á því að taka hana upp hér á landi en við verðum bara að sjá hvernig efnahagsumhverfið fer með okkur.“ Kanadísk kvikmyndagerð hugsar sér nú til hreyfings og hyggst nema ný lönd. Fram kemur í Variety að kanadískar kvikmyndir þyki fremur þunglyndislegar og þrúgandi þar sem sérkennileg kynhneigð eða eiturlyfjaneysla sé oftast í forgrunni. Nú eigi hins vegar að blása í herlúðra og reyna að búa til „alþýðlegar“ kvikmyndir sem skili einhverjum aurum aftur í kassann. Telefilm, kanadíski kvikmyndasjóðurinn, hefur því ákveðið að veita þremur framleiðslufyrirtækjum aukafjármagn til að gera áhorfsvænni kvikmyndir og er Whisbang eitt þeirra. Íslenski leikstjórinn gat ekki upplýst um neina leikara enda hefðu þeir ekki verið ráðnir. Vonir stæðu síðan til að tökur hæfust snemma á næsta ári. Baltasar þarf hins vegar ekkert að kvíða verkefnaskorti því að eigin sögn þá hrúgast handritin inn á borð til hans. Ekki hefur skemmt fyrir að fjallað var um sigur Brúðgumans á Eddu-verðlaununum í flestum helstu kvikmyndatímaritum. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þetta verður næsta kvikmyndin mín. Ef öll plön ganga upp þá verður hún það. Ef ekki þá hef ég alltaf Grafarþögn og svo víkingamyndina,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri og margfaldur Eddu-verðlaunahafi. Frá því er greint í kvikmyndabiblíunni Variety að kanadíska kvikmyndafyrirtækið Whisbang hafi tryggt sér starfskrafta Baltasars og muni framleiða næstu kvikmynd hans, The Bird Artist. Kvikmyndin er byggð á verðlaunabók Howard Newman og er dramatísk ástarsaga sem gerist á Nýfundnalandi árið 1911. „Reyndar er ég að skoða möguleikana á því að taka hana upp hér á landi en við verðum bara að sjá hvernig efnahagsumhverfið fer með okkur.“ Kanadísk kvikmyndagerð hugsar sér nú til hreyfings og hyggst nema ný lönd. Fram kemur í Variety að kanadískar kvikmyndir þyki fremur þunglyndislegar og þrúgandi þar sem sérkennileg kynhneigð eða eiturlyfjaneysla sé oftast í forgrunni. Nú eigi hins vegar að blása í herlúðra og reyna að búa til „alþýðlegar“ kvikmyndir sem skili einhverjum aurum aftur í kassann. Telefilm, kanadíski kvikmyndasjóðurinn, hefur því ákveðið að veita þremur framleiðslufyrirtækjum aukafjármagn til að gera áhorfsvænni kvikmyndir og er Whisbang eitt þeirra. Íslenski leikstjórinn gat ekki upplýst um neina leikara enda hefðu þeir ekki verið ráðnir. Vonir stæðu síðan til að tökur hæfust snemma á næsta ári. Baltasar þarf hins vegar ekkert að kvíða verkefnaskorti því að eigin sögn þá hrúgast handritin inn á borð til hans. Ekki hefur skemmt fyrir að fjallað var um sigur Brúðgumans á Eddu-verðlaununum í flestum helstu kvikmyndatímaritum.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira