Lífið

Britney Spears var karlmaður

Furðuverk á borð við dansandi grísi og syngjandi börn eru fastagestir í raunveruleikaþættinum America's Got Talent, sem er einhverskonar hæfileikakeppniútgáfa af Idol og So you think you can Dance. Sharon Osbourne, sem er einn dómara í þáttunum, var þó krossbrugðið þegar Britney Spears eftirherma meðal þáttakenda reyndist karlkyns.
Barry þótti afar líkur poppprinsessunni.
Britney þessi, sem heitir réttu nafni Derrick Barry, þótti afar sannfærandi þegar hún flutti lagið Toxic í þröngum latexgalla, með ljósa síða lokka og óaðfinnanlegt smink. Meðdómarar Sharon, þeim Piers Morgan og David Hasselhoff þótti mikið til koma.

Morgan sagði Barry eiga það helst sameiginlegt með poppprinsessunni að vera stórfurðulegur, en Hasselhoff hélt hinsvegar vart vatni. Strandvörðurinn fyrrverandi stóð á fætur og klappaði fyrir keppandanum, og skyldi við hann með orðunum: „Guð minn almáttugur hvað þú ert sexý!"





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.