Enski boltinn

Gerrard handtekinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Steven Gerrard var handtekinn í morgun vegna uppákomu á skemmtistað í nótt. Talið er að hann hafi lent í slagsmálum á staðnum.

Lögreglan í Liverpool greindi frá því að hún hafi verið kölluð á staðinn í nótt og að 34 ára karlmaður hafi verið með áverka í andliti sem voru þó ekki taldir alvarlegir.

Gerrard var handtekinn í kjölfarið og fékk hann að dúsa í fangaklefa það sem eftir lifði nætur. Hann er nú enn í haldi lögreglu.

Alls voru sex manns handteknir á skemmtistaðnum. Gerrard var að spila með Liverpool í gær en liðið vann 5-1 sigur á Newcastle þar sem Gerrard skoraði tvö marka Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×